Page 235 - Deilan mikla (1911)

Ritningin er örugg vörn
231
dómgreind, sinni eilífu velferð fyrir vantrú, dramb og ósanngirni
annara.
Þeir eru margir vegirnir, sem Djöfullinn notar til þess að geta
bundið þá, er hann nær á vald sitt. Hann nær á sitt band fjölda mörg-
um, með því að binda þá hinum hugljúfu böndum vináttunnar, við
þá, sem eru óvinir Krists kross. Þessi vináttubönd eru margs konar;
stund-um eru það kærleiksbönd, foreldrar, systkini eða frændur geta
átt í hlut; stundum eru það félagsbönd og vináttu eða hjúskapar; en
hvað sem það er, þá verða áhrifin þau sömu. Andstæðingar sann-
leikans beita kröftum sínum til þess að ráða samvizkum manna; og
sálir þeirra, sem þeir hafa vald yfir, eiga ekki nógu mikið hugrekki
né sjálfstæði til þess að fara eftir eigin sannfæringu og skyldu.
Sannleikurinn og dýrð Drottins eru óaðskiljanlega samfara; það
er oss með öllu ómögulegt, þar sem vér höfum aðgang að biblíunni,
að dýrka Guð með röngum hugmyndum. Margir eru þeir sem halda
því fram, að engu skifti hverju menn trúi, ef þeir aðeins breyti sið-
[310]
samlega. En sannleikurinn er sá, að líferni manna stjórn-ast af trú
þeirra. Sé oss unt að njóta ljóssins og sannleikans, en vanrækjum
að skerpa sjónina til þess að sjá ljósið og heyrnina til þess að heyra
sannleikann, þá er sama sem vér höfum hafnað hvorutveggja, og
höfum kosið myrkrið í staðinn fyrir ljósið.
Margur vegurinn virðist greiðfær, en endar þó á helslóðum.
Vanþekking er engin afsökun fyrir synd né villu, þar sem öll tækifæri
bjóðast til þess að þekkja Guðs vilja. Maður er á ferð, og kemur þar
sem eru mót margra vega, og á leiðbeiningaspjaldi er skrifað hvert
hver vegurinn um sig liggi; fyrirlíti ferðamaðurinn leið-beiningarnar
og velji þann veginn, sem honum sjálfum virðist réttur, má vel vera
að hann sé með öllu einlægur, en til þess eru miklar líkur að hann
velji rangan veg og lendi í villum.
Vér ættum að beita öllu voru andlega þreki til þess að rannsaka
ritninguna, og gjöra vort allra bezta til þess að öðlast réttan skilning
á hinum guðlegu sannindum, eftir því, sem dauðlegum mönnum
er slíkt mögulegt Samt megum vér ekki gleyma því að undirgefni
og hlýðni barnsins eru hin sönnu og nauðsynlegu einkenni þeirra.
sem vilja læra. Sannleikur Guðs orðs getur aldrei fengist með sömu
aðferðum og hafðar eru í heimspekilegum efnum. Vér ættum ekki
Orðskv. 16 : 25.