232
Deilan mikla
að lesa biblíuna með því sjálfs-trausti, sem einkennir svo marga, er
stunda nám verald-legra vísinda, heldur með auðmjúkri bæn til Guðs
og með einlægri þrá til þess að fá að vita vilja hans. Vér verðum að
koma með auðmjúkum anda, sem hægt sé að kenna, ef vér ætlum að
læra og öðlast þekkingu frá þeim hinum mikla, sem sagði “Eg em”.
Að öðrum kosti blinda illir englar augu vor og herða hjörtu vor, til
þess að sannleikurinn skuli ekki verða vor.
Mörg atriði ritningarinnar, sem lærðir menn kalla leyndardóm
eða ganga fram hjá sem lítilsverðum, eru full af hughreysting og
bendingum til þeirra, sem lært hafa í skóla Krists. Ein ástæðan fyrir
því að margir guðfræðingar hafa ekki skarpari skilning á Guðs orði
en raun ber vitni, er sú, að þeir loka augum sínum fyrir sannleiks-
[311]
atriðum, sem þeir vilja ekki lifa eftir. Skilning--urinn á sannindum
biblíunnar fer ekki eins mikið eftir skörpum gáfum till djúpra rann-
sókna eins og hinu, að stefnan sé ein — það er að segja einlæg þrá
eftir réttlæti.
Biblían ætti aldrei að vera lesin án bænar. Einungis heilagur
andi getur látið oss skiljast hversu áríðandi þetta er; hversu auðvelt
það er og verndað oss frá því að hugsýkjast yfir erfiðleikum þess að
skilja hinn guðlega sannleika. Það er hlutverk hinna heilögu engla
að undir-búa svo hjörtu mannanna að þeir geti skilið Guðs orð; þeir
láta oss fyllast fögnuði yfir fegurð þess, hlýða áminningum þess
og styrkjast og fyllast eldmóði af fyrir-heitum þess. Vér ættum að
biðja Guð eins og sálma-skáldið og segja: “Ljúk upp augum mínum,
að eg megi skoða dásemdimar í lögmáli þínu.
Freistingar virðast
of ómótstæðilegar vegna þess að þegar bænarinnar er ekki gætt og
ritningin ekki lesin, gleymist þeim, sem fyrir freistingunum verður,
það sem Guð hefir lofað, og hann mætir ekki freistaranum með
biblíunnar eigin orð um, sem eru hin beztu vopn. En englar eru þeim
nálægir og umhverfis þá, sem einlæglega þrá skýringu hinna guð-
legu málefna og þegar þeim mest á ríður láta þeir þá muna eftir þeim
sannleika, sem þeir þarfnast; þannig verður það að “þegar óvinurinn
kemur eins og vatnsflóð, mun andi Drottins reisa hermerki á móti
honum”
Sálm. 119 : 18.
Jes. 59 : 19 (ensk þýðing).