Page 237 - Deilan mikla (1911)

Ritningin er örugg vörn
233
Jesús lofaði lærisveinum sínum og sagði: “En hugg-arinn, andinn
heilagi, sem faðirinn mun senda í mínu nafni, hann mun kenna yður
alt og minna yður á alt, sem eg hefi sagt yður”
En kenningar Krists
hljóta að hafa verið geymdar áður í huga vorum, til þess að hinn
heilagi andi gæti framkallað þær, þegar vér vorum í hættu og látið
oss þá muna eftir þeim. “Eg geymi orð þín í hjarta mínu, til þess að
eg skuli ekki syndga gegn þér”
Allir sem láta sér ant um sína eilífu velferð ættu að vera á verði
gegn ásókn efasemdanna. Ráðist mun verða á sjálfar aflstoðir trúar-
innar. Það er ekki hægt að kom-ast hjá því að mæta hnýfilyrðum og
hártogunum, hinum skaðsamlegu blekkingum og vantrú nútíðarinn-
ar. Djöfullinn freistar allra með þessum atriðum, í hvaða stöðu sem
[312]
þeir eru. Hann ræðst á hinn óupplýsta með háði og storkunarorðum,
en hina lærðu reynir hann að afvegaleiða með fágaðri, vísindalegri
mótstöðu og heim-spekilegum rökleiðslum, sem bæði stuðla að því
að vekja vantrú og óvirðingu fyrir ritningunni. Jafnvel unglingar
dirfast að koma fram með efasemdir viðvíkjandi grund-vallaratrið-
um kristindómsins, og þessi æskumanna van-trú, eins grunn og hún
er, hefir sín áhrif. Margir leiðast til þess að gera gys að kenningum
feðra sinna og móðga þannig heilagan anda náðarinnar. Margir, sem
út leit fyrir að verða mundu Guði til dýrðar og heiminum til blessun-
ar, hafa fallið fyrir hinum illa anda guðleysisins. Allir, sem treysta
hinum hrokafulla úrskurði mannlegrar rökfærslu og ímynda sér að
þeir geti skilið hina guðlegu leyndardóma og komast að niðurstöðu,
sem vizka Guðs fylgir þeim ekki í, eru flæktir í snörum Djöfulsins.
Vér lifum á allra hátíðlegasta tímabili í sögu heims ins. Verið
er að ákveða forlög hins mikla fjölda. Vel-ferð vor í framtíðinni
og einnig sáluhjálp annara, er undir því komin hvaða stefnu vér nú
tökum. Vér þurfum að láta stjórnast af anda sannleikans. Hver einn
og einasti maður sem Kristi fylgir ætti að spyrja í allri einlægni:
Drottinn, hvað þóknast þér að eg gjöri?” Vér verðum að falla fram
í auðmýkt fyrir Guði, með föstum og bæna-haldi og hugsa djúpt um
orð hans, sérstaklega það sem snertir hinn mikla dóm. Vér ættum
tafarlaust að sækj-ast eftir djúpri og lifandi reynslu í guðlegum
efnum. vér megum ekki láta augnablik hjá líða. Mikilsverðir at-
Jóh. 14 : 26.
Sálm. 119 : 11.