234
Deilan mikla
burðir eru fram að fara umhverfis oss; vér erum um-kringdir af
hersveitum Djöfulsins. Sofið þér ekki, verðir Drottins; óvinurinn er í
nánd í launsátrum, reiðubúinn hvenær sem er, ef þér kynnuð að láta
mótstöðu niður falla og yður renna höfgi á auga; þá hugsar hann sér
að ráðast á yður og gjöra yður að herfangi sínu.
Margir láta blekkjast og misskilja afstöðu sína gagn-vart Guði.
Þeir hrósa sér af mörgu því illa, sem þeir láta ógert, en þeir gleyma
að telja upp þau góðverk, sem Guð ætlaðist til að þeir gerðu, en þeir
létu ógert. Það er ekki nóg að þeir séu tré í garði Drottins, þeir eiga
og verða að svara spurningum hans með góðum ávöxtum. Hann
læt-ur þá bera ábyrgð á öllu því góða, sem þeir hefðu getað gjört
[313]
með aðstoð heilags anda, en vanræktu með öllu. Í bækur himinsins
verða nöfn þeirra skráð og þeir þar taldir meðal þeirra, sem spiltu
garði Drottins. Samt sem áður er ekki örvænt um að jafnvel þessir
megi ala von í brjósti sér. Jafnvel fyrir þeim, sem hafa fyrirlitið Guðs
náð og misboðið miskunn hans, biður hinn þolinmóði kærleikur með
sínu mikla langlundargeði: “Þess vegna segir svo: Vakna þú, sem
sefur, og rís upp af dauðum, og þá mun Kristur lýsa þér. Gætið því
nákvæmlega að hvernig þér framgangið, ekki sem fávísir heldur sem
vísir; kaupið hinn hentuga tíma, því dagarnir eru vondir”
Þegar tími reynslunnar kemur, mun það opinberast, hverjir gjört
hafa Guðs orð að lífsreglu sinni. Á sumrin er enginn sjáanlegur
munur á sígrænum trjám og öðrum trjám; en þegar harðindi vetrarins
dynja á, haldast sí-grænu trén óbreytt sem áður, en önnur tré fella
lauf sín pannig er því varið með hina fölsku trújátendur; þeir þekkjast
ef til vill ekki núna frá hinum sannkristnu, en tíminn er í nánd þegar
þeir þekkjast, og munurinn sést greinilega. Þótt mótstaða komi fram:
þótt hindurvitni og umburðarleysi rísi upp, þótt ofsóknir glæðist að
nýju, þótt ístöðulaust fólk og hikandi láti af trú sinni og hneigist að
villukenningum, þá er það víst að hinn sannkristni stendur stöðugur á
bjargi trúar sinn-ar; trúarsannfæring hans mun verða enn þá sterkari,
vonir hans bjartari en á þeim dögum þegar alt lék í lyndi.
[314]
Efesus 5 : 14-16.