Page 239 - Deilan mikla (1911)

Síðasta aðvörun
Eftir þetta sá eg annan engil stíga ofan af himnum og hafði
hann mikið vald og jörðin ljómaði af dýrð hans. Og hann hrópaði
með sterkri röddu og sagði: Fallin er, fallin er Babýlon hin mikla og
orðin að djöfla heimkynni og fangelsi alls konar óhreinna anda og
fangelsi alls konar óhreinna og viðbjóðslegra fugla”. “Og eg heyrði
aðra rödd af himni sem sagði: Gangið út mitt fólk, út úr henni, svo
að þér eigið engan hlut í syndum hennar og svo að þér hreppið ekki
plágur hennar”
Þessir ritningarstaðir benda á framtíðina, þegar til-kynningin um
fall Babýlonar verður endurtekin af öðrum englinum, sem birtist í
Opinberunarbókinni 14. kapítula: verður þar við bætt því að einnig
verður minst á spill-inguna, sem komið hefir í ljós í hinum ýmsu
stofnunum, sem mynda Babýlon, síðan þessi boðskapur fyrst var
gefinn sumarið 1844. Þar er lýst hræðilegu ásigkomulagi í trúarat-
riðum; sannleikanum er hafnað í öllum efnum, hugsanir fólksins
spillast, hjörtu þess forherðast, þangað til það með öllu er orðið trú-
laust og harðsvírað.Þvert á móti aðvörun þeirri, sem Guð hefir gefið,
mun fólkið halda áfram að fótumtroða eitt af boðorðunum og ganga
lengra og lengra í því atriði, þangað til þeir blátt áfram ofsækja þá,
sem halda það heilagt. Kristur er lítilsvirt-ur, með því að orð hans
eru fyrirlitin af hans eigin fólki. Eftir því sem kenningar andatrúar-
innar eru meira viður-kendar af kirkjunni, eru þau bönd leyst, sem
áttu að halda í skefjum mannlegum hjörtum og trúarjátningarn-ar
verða notaðar sem kápa til þess að skýla og halda leyndum lægstu
[315]
hvötum og athöfnum. Trúin á það að andar komi fram opnar veginn
fyrir afvegaleiðandi önd-um og illum englum og þeirra verður vart í
kirkjunum.
Um Babylon, sem birtist í þessum spádómi, er það sagt, sem hér
segir: “pví að syndir hennar hlóðust alt upp til himins og Guð minnist
ranglætis hennar”
Hún hefir fylt mæli synda sinna og eyðilegging
Opinb. 18 : 1-2, 4.
Opinb. 18 : 5.
235