236
Deilan mikla
vofir því yfir henni. En Guð á enn þá fylgjendur í Babýlon, og áður en
refsidómar hans koma, verða hinir trúföstu kallaðir út, til þess að þeir
taki ekki þátt í syndum hennar og hreppi ekki plágur hennar. Þannig
er líkingin sem engillinn, sem kemur niður frá himnum, uppljómandi
jörðina með dýrðarljósi og kallandi hástöfum með sterkri röddu, til-
kynnandi dóminn yfir Babýlon. Í sambandi við þessa til-kynningu
heyrðist kallað: “Komið út úr henni mitt fólk”. Þessar tilkynningar,
ásamt boðskap þriðja engilsins, eru hin síðasta aðvörun, sem koma
skal til íbúa jarðarinnar.
Óttalegt er ásigkomulag það, sem heimurinn á að komast í. Völd
heimsins, sem ganga í félag gegn boðorð-um Guðs, munu láta þær
skipanir út ganga að allir, “smáir og stórir, auðugir og fátækir, frjálsir
og ófrjáls-ir”
skuli hlýða venjum kirkjunnar, með því að halda
helgan hinn ranga hvíldardag. Allir þeir, sem neita að hlýða þessu,
munu verða fyrir borgaralegum ofsóknum, og loksins verður því lýst
yfir að þeir séu dauða sekir. Að hinu leytinu er krafa Guðs lögmáls að
hlýtt sé fyrir-skipunum skaparans, að því er snertir helgihald hvíldar-
dagsins, og þeim öllum hótað reiði Guðs, er óhlýðnast boðum hans.
Hver sá, er fótumtreður lögmál Guðs, til þess að hlýða boðum
mannanna, eftir að hann hefir þannig glögga hugmynd um það, sem
rétt er, hann fær á sig merki dýrsins; hann verður auðkendur merki
þess er hann vildi fremur hlýða en Guði. Aðvörunin frá Guði er á
þessa leið: “Ef einhver tilbiður dýrið og líkneski þess og fær merki
á enni sitt eða hönd sína, þá skal sá hinn sami drekka af reiðivíni
Guðs, sem byrlað er óblandað í reiði-bikar hans”
En enginn mun verða látinn þola reiði Guðs, fyr en sannleikurinn
hefir verið opinberaður huga hans og sam- vizku og hann hefir hafnað
[316]
honum. Margir eru þeir, sem aldrei hafa hingað til haft tækifæri til
að heyra hinn sérstaka sannleika. Skyldan um það að halda fjórða
boðorðið hefir þeim aldrei verið kend eða sýnd í réttu ljósi. Sá sem
les allar hugrenningar og rannsakar allan tilgang, lætur engan, sem í
sannleika þráir sanna þekk-ingu án upplýsingar viðvíkjandi því um
hvað sé deilt. Dómurinn verður ekki feldur yfir neinum í blindni.
Hver einasti maður verður látinn öðlast nægilegt ljós til þess að geta
valið skynsamlega.
Opinb. 13 : 16.
Opinb. 14:9, 10.