Page 241 - Deilan mikla (1911)

Síðasta aðvörun
237
Hvíldardagurinn verður hinn mikli prófsteinn í stað-festu, því
hann snertir sérstaklega það sannleiksatriði, sem úr lagi er fært.
Þegar síðasta prófið kemur, sem mennirnir verða að taka, þá verður
dregin aðskilnaðarlína milli þeirra, sem þjóna Guði og hinna, sem
þjóna honum ekki. Á aðra hönd verður hið ranga helgidagshald,
sam-kvæmt skipun veraldlegra laga, vitni um fastheldni við það,
sem er andstætt Guði og gagnstætt boðorðinu. Á hina hliðina verður
helgihald hins rétta hvíldardags, samkvæmt boðorðinu, sönnum um
trúfestu við Guð, skap-ara mannanna. Annar flokkurinn fær á sig
merki dýrs-ins fyrir það að hlýða mannaboðum, hinn hlýtur innsigli
Guðs fyrir það að velja það hlutskifti að fylgja guðlegum boðum.
Guð hefir sent öllum kynslóðum þjóna sína til þess að andæfa
syndinni, bæði í hinum veraldlega heimi og í kirkjunni. En fólkið
girnist að heyra það eitt sagt, sem lætur vel í eyrum og hinn hreini,
óduldi sannleikur fellur mönnum illa í geð. Margir siðabótamenn
ásettu sér í byrjun síns mikla starfs að viðhafa hina mestu varfærni
þegar þeir réðust á syndina innan kirkjunnar og utan. Þeir vonuðust
eftir að geta leitt fólkið aftur til kenninga biblíunnar, með því að lifa
flekklausu og kristilegu lífi. En andi Guðs kom yfir þá, eins og hann
kom yfir Elias, og knúði þá til þess að segja hreinan sannleikann um
spilta konunga og fráfallið fólk. Þeir gátu ekki annað en prédikað
blátt áfram kenningar biblíunnar, kenningar, sem þeir höfðu áður
veigrað sér við að bera fram. Þeir voru knúðir til þess að prédika
með áhuga sannleikann um þá hættu, sem vofði yfir höfðum manna.
Orðin, sem Guð lagði þeim á tungu, töluðu þeir án nokkurrar skelf-
[317]
ingar og gáfu því engan gaum hvað af kynni að leiða, og fólkið varð
nauðugt viljugt að hlusta á aðvaranirnar.
Þannig verður kunngjörður boðskapur hins þriðja engils. Þegar
tíminn kemur til þess að boðskapurinn komi fram með mestum krafti,
mun Drottinn framkvæma áform sín þannig að hann velji til þess þá,
sem lágt eru settir; hann mun leiðbeina hugsunum þeirra, sem helga
sig starfi hans. Starfsmennirnir munu fremur valdir með smurningu
heilags anda, en hinu að þeir séu fræddir í bókmentastofnunum.
Menn sem sterkir eru í trú og bænrækni munu til þess vaktir að
útbreiða hinn heilaga boðskap og prédidka það orð, sem til þeirra
hefir komið frá Guði. Syndir Babýlonar munu opinberaðar. Hinar-
ægilegu afleiðingar, sem af því hljótast að lögvaldið þröngvi til
helgihalds innan kirkjunnar; áhrif andatrúar-innar; hinn leynilegi, en