Page 242 - Deilan mikla (1911)

238
Deilan mikla
fljóti vöxtur og viðgangur páfa-valdsins — alt þetta mun opinberað.
Þegar þessar hátið-legu bendingar koma fram, mun fólkið vakna upp
við vondan draum. Þúsundir þeirra manna, sem aldrei heyrðu neitt
slíkt eða daufheyrðust við því, munu nú hlusta á það með athygli.
Með mikilli undrun munu þeir hlusta á þann vitnisburð að Babýlon
sé kirkjan, fallin vegna synda og yfirsjóna, með því að hún hafi
hafnað þeim sannleika er henni var sendur frá himnum. Þessir menn
munu fara á fund hinna fyrri kennara sinna og spyrja þá ýmsra
spurninga, svo sem: “Er þetta sannleik-ur?” En prestarnir munu
koma fram með alls konar tilbúning; þeir munu spá öllu fögru, til
þess að friða menn og komast undan að svara á annan hátt; þeir munu
reyna að draga úr óttanum og svæfa hina vakandi sam-vizku. En
vegna þess að margir gera sig ekki ánægða með þetta, láta sér ekki
nægja mannlegar skýringar og skipanir eingöngu og heimta æðra og
fullkomnara svar, sem jafngildi setningunum, “svo segir Drottinn”,
munu prestar þeir, sem í hávegum eru hafðir, eins og Faríse-arnir
forðum, fyllast reiði og gremju, þegar efast er um vald þeirra; þeir
munu fordæma boðskapinn, og segja að hann sé frá Djöflinum, og
æsa hinn syndumspilta og heimselskufulla fjölda til þess að ofsækja
og svívirða þá, sem boðskapinn flytja.
Þegar deilan breiðist út, þangað sem hún hefir ekki verið áður,
[318]
og fólkið sér það hversu lög Guðs eru fótum troðin, þá rís Djöfullinn
upp með ofsa.
Kraftur sá sem fylgir boðskapnum verður til þess að æsa þá,
sem honum veita mótstöðu. Klerkarnir sýna nálega yfirnáttúrlegan
ákafa í því að útiloka ljósið, til þess að það skuli ekki skína á hjörð
þeirra. Þeir munu neyta allra mögulegra ráða til þess að varna því að
þetta mikla atriði sé rætt. Kirkjan mun leita til hins sterka veraldlega
valds og þar munu kaþólskir og mótmælendur sameina sig. Þegar
hreyfingin til þess að þröngva til helgihalds sunnudagsins vex og
magnast, verður lögum beitt gegn þeim, sem halda boðorðin. Þeim
verður hótað fangelsi og sektum; sumum verður boðin virðuleg staða
og áhrifamikil og ýms önnur verðlaun og þægindi, til þess að fá þá til
að afneita trú sinni. En þeir munu stöðugt svara á þessa leið: “Sannið
oss villu vora með orði Drottins”. Er það sama svarið, sem Lúter gaf
við svipað tækifæri. Þeir sem dregnir verða fyrir lög og dóm, bera
sannleikanum óhrekjandi vitnisburð og verður það til þess að sumir
þeirra, er heyra þá, snúast til sannleikans og hlýða öllum boðorðum