Síðasta aðvörun
239
Guðs. Þannig verður ljósið flutt þúsundum sálna, sem annars mundu
ekkert vita um þennan sannleika.
Samvizkusamleg hlýðni við Guðs orð verður kölluð uppreist;
foreldrarnir munu verða svo blinduð af Djöflin-um, að þeir munu
beita hörku og miskunnarleysi við hin trúuðu börn sín; húsbændur
munu misþyrma þjónum sinum og þernum. Vinátta og ást mun
hverfa; börn gerð arflaus, og rekin burt úr foreldra húsum. Orð Páls
postula munu bókstaflega rætast, þar sem hann segir: “Allir sem lifa
vilja guðrækilega í samfélagi við Krist Jesúm, munu ofsóttir verða”
Þegar verjendur sannleikans af-segja að halda helgan sunnudaginn,
mun sumum þeirra varpað í fangelsi, sumir reknir í útlegð, sumir
seldir í ánauð. Mannlegum skilningi virðist þetta alt ómögulegt nú
sem stendur, en með því að Guðs heilagi andi mun yfirgefa menn og
þeir verða háðir stjórn Djöfulsins, sem hatar guðlegar fyrirskipanir,
þá mun margt undarlegt fram koma. Hjörtu mannanna geta orðið
afar grimdar- full, þegar guðsóttinn og kærleikurinn eru þaðan brott
[319]
numin.
Þegar stormur ofsóknanna nálgast, mun mikill fjöldi þeirra, sem
játað hafa trú sína á boðskap þriðja engilsins, en sem ekki hafa verið
helgaðir fyrir hlýðnina við sann-leikann, falla frá trú sinni og ganga í
lið óvinanna. Með því að sameinast börnum heimsins, og taka þátt í
líferni þeirra, læra þeir að skoða málefnin á sama hátt og heim-urinn
gerir, og er reynslustundin kemur, verður þeim það að velja hina
auðveldu leið, sem höfð er í hávegum. Menn sem hafa yfir miklum
gáfum og hæfileikum að ráða og áður fylgdu sannleikanum, munu
nú verja viti sínu og áhrifum til þess að afvegaleiða sálir manna
og blekkja þær. Þeir verða bitrustu hatursmenn fyrri bræðra sinna.
Þegar þeir, sem helgan halda hinn rétta hvíldardag, mæta fyrir rétti og
verða að standa fyrir máli sínu og votta trú sína, þá verða hinir fyrri
bræður þeirra hættulegustu þjónar djöfulsins til þess að ákæra þá og
afvegafæra málstað þeirra, og munu þeir með logn-um vitnisburðum
og dylgjum sesa stjórnendurna á móti þeim.
Á þessum tímum ofsóknanna verður reynd til þraut-ar trú og
staðfesta þjóna Drottins. Þeir hafa þá trúlega flutt aðvörunina og þeir
fylgia aðeins orði Guðs og engu öðru. Andi Guðs, er talar í hjarta
þeirra, hvetur þá til þess að mæla. Þeir eru uppörvaðir af heilagri þrá
2.
Tím. 3 : 12.