240
Deilan mikla
og yfir þeim hvílir drottinlegur kraftur; þeir hefja skyldu-starf sitt án
þess að reikna það nákvæmlega út hverjar afleiðingarnar kunni að
verða af því að tala til fólksins og flytja því það orð, sem Guð hefir
gefið þeim. Þeir hafa ekki athugað hinn stundlega hagnað sinn; ekki
hafa þeir heldur hugsað um veraldlegt álit eða líf sitt. Samt munu
sumir láta hugfallast, þegar hríðin skellur á, og mótstaða og ávítanir
koma úr öllum áttum; munu þeir þá berja sér á brjóst og segja:
“
Hefðum vér séð fyrir afleiðingarnar af orðum vorum, mundum vér
hafa haldið oss í skefjum”. Umhverfis þá hlaðast alls konar erfið-
leikar. Djöfullinn ræðst á þá með voðalegum freisting-um. Verkið
sem þeir hafa tekist á hendur virðist vera svo erfitt að því verði ekki
komið til leiðar. Þeim er hótað dauða og eyðileggingu. Áhuginn sem
hélt þeim uppi er nú horfinn, og samt geta þeir ekki snúið aftur. Þegar
[320]
þeir þannig eru með öllu hjálparlausir, snúa þeir sér til hins volduga
Drottins og biðja hann ásjár í bænum sínum. Þeir minnast þess að
orðin sem þeir töluðu mæltu þeir ekki af sínu eigin, heldur talaði
sá fyrir munn þeirra, sem bauð þeim að aðvara mannkynið. Guð
gróðursetti sann-leikann í hjörtum þeirra og þeir gátu ekki annað en
boðað hann.
Það sama hafa postular Drottins orðið að reyna á fyrri öldum.
Wycliffe, Húss, Tyndall, Baxter og Wesley, kröfðust þess allir að
röksemdir þeirra væru raktar til biblíunnar og reyndar þannig. Þeir
lýstu því yfir að þeir skyldu falla frá öllum kenningum sínum, sem
kæmu í bága við ritninguna eða væru fordæmanlegar af henni. Gegn
þessum mönnum var beitt vægðarlausum ofsóknum og grimdaræði;
samt hættu þeir ekki að boða sannleik-ann. Mismunandi timabil í
sögu kirkjunnar hafa komið fram með þroska og fullkomnun ein-
hvers sérstaks sannleika, sem bezt átti við eða helzt þurfti með og
nauðsyn-legt var fyrir þjóna Guðs á þeirri tíð. Hver einasti nýr sann-
leikur hefir orðið að ryðja sér braut gegn hatri og mótstöðu; þeir
sem blessun sannleikans öðluðust urðu fyrir freistingum og reynslu
í ýmsri mynd. Drottinn veitir fólki sínu sérstakan sannleika þegar
mest ríður á. Hver dirfist að neita að birta þann sannleika ? Guð skip-
ar þjónum sínum að boða heiminum hið síðasta tilboð um miskunn
og náð. Þjónar hans geta ekki þagað, nema með því að stofna sálum
sínum í háska. Sendiboða Krists varðar ekkert um afleiðingarnar;
þeir verða að framfylgja skyldum sínum og fela Guði afleiðingarnar.