Síðasta aðvörun
241
Þegar mótstaðan magnast enn þá meir, verða þjónar Guðs í nauð-
um staddir og þeir verða gagnteknir af hugar-kvöl, því þeim finst
sem þeir séu sekir um það að hafa komið óeirðunum til leiðar. En
samvizka þeirra og Guðs orð sannfæra þá um, að þeir hafi breytt rétt;
og þrátt fyrir það þótt reynslutíminn lengist, þá hljóta þeir styrk til
að standast hann. Deilan nálgast og harðnar, en trú-festi þeirra og
hugrekki vex eftir því, sem þess er meiri þörf. Vitnisburðir þeirra
eru á þessa leið: “Vér dirfumst ekki að afbaka Guðs orð, með því að
skifta hinu heilaga lögmáli hans og kalla nokkurn hluta þess áríð-
andi, en annan hluta lítilsvirði; vér viljum ekki vinna þetta til þess
[321]
að öðlast hylli heimsins. Drottinn sem vér þjónum er nógu máttugur
til þess að frelsa oss. Kristur hefir hertekið völd veraldarinnar, og
hví skyldum vér þá ótt-ast hin herteknu, veraldlegu völd?”
Ofsóknir í ýmsri mynd eru og verða æfinlega afleið-ingarnar af
því að standa við sannfæringu sína, á meðan Djöfullinn er við líði og
kristnin hefir verulegan lífskraft í sér fólginn. Enginn maður getur
þjónað Guði án þess að vekja upp á móti sér öll öfl myrkraríkisins.
Illir and-ar ráðast á hann af skelfingu yfir því að hann sé að ná
bráðinni úr höndum þeirra. Illir menn, sem flytjendur sannleikans
hafa sett ofan í við, sameinast hinum illu öndum og reyna að láta
þjóna Guðs falla frá honum með alls konar freistingum. Þegar þetta
hepnast ekki, þá er beitt hnefarétti til þess að þvinga og þröngva
samvizku manna.
Engillinn, sem tekur undir með þriðja englinum í flutning boð-
skaparins, á að uppljóma alla jörðina með dýrð sinni. Hér er spáð
um kraft, sem taka á yfir allan heim og er takmarkalaus. Endur-
komuhreyfingin 1840 til 1844 var dýrðleg opinberun um kraft Guðs.
Boðskapur þriðja engilsins komst til allra trúboðsstöðva í heiminum,
og í sumum löndum varð svo mikil trúvakning að slíks eru engin
dæmi síðan á dögum siðabótarinnar á sextándu öldinni; en þetta
skeður þó í enn þá stærri stíl með hinni voldugu hreyfingu, sem upp
kemur við síðasta boðskap hins þriðja engils.
Þjónar Drottins munu fara frá einum stað í annan, til þess að
kunngjöra boðskapinn frá himnum, og munu ásjónur þeirra ljóma
af heilagri dýrð. Þúsundir radda um allan heim munu tilkynna boð-
skapinn og aðvörunina; kraftaverk munu gerð, sjúkir munu læknaðir,
og tákn og stórmerki ske þar sem hinir trúuðu fara. Djöfullinn mun
einnig vinna með blekkingar kraftaverkum; hann mun jafnvel kalla