Baráttan sem yfir vofir
Frá upphafi hinnar miklu deilu á himnum hefir það verið áform
hins illa að eyðileggja boðorð Guðs; það var í því skyni, sem hann
hóf uppreist á móti skaparanum, og þrátt fyrir það, þótt hann væri
útrekinn af himnum, þá hefir hann haldið áfram sömu árásum á jarð-
ríki. Að blekkja menn og leiða þá þannig til afbrota gegn lög-máli
Guðs, er sú stefna, sem hann hefir ávalt fylgt. Hvort sem þessu er
komið til leiðar með því að kasta frá sér lögmálinu öllu í heild sinni
eða með því að fótumtroða eitthvert atriði þess, þá verða afleiðing-
arnar þær sömu að síðustu. Hver sem “hrasar í einu atriði” lítilsvirðir
þau öll; áhrif hans og eftirdæmi valda yfirtroðslum, hann verður
“
sekur við öll boðorðin”
Með því að freista til fyrirlitningar fyrir hinu guð-lega lögmáli,
hefir óvinurinn afbakað kenningar biblíunn-ar, og hafa þannig villu-
kenningar komist inn í trúarbrögð mörg þúsund manna, sem þykjast
trúa ritningunni. Hin mikla síðasta deila milli sannleika og villu, er
aðeins síð-asta atriði hinnar langvarandi baráttu viðvíkjandi lög-máli
Guðs. Þennan baráttutíma erum vér nú að byrja — baráttutímann
milli mannlegra lagaboða og fyrirskipana Drottins, milli biblíutrúar-
innar og þeirrar trúar, sem er hégilja og fornsagnir.
Öflin sem sameinast munu á móti sannleikanum og réttlætinu í
þessari baráttu, eru þegar tekin til starfa. Guðs heilaga orð, sem til vor
hefir komið með slíkum harmkvælum og blóði er einungis að litlu
metið. Í biblí-una geta allir náð, en þeir eru fáir, sem viðurkenna hana,
[296]
sem mælisnúru fyrir líferni sínu Trúleysi drotnar svo ógnum sætir,
ekki að eins í hinu veraldlega, heldur einnig í kirkjunni. Margir eru
farnir að neita þeim kenningum, sem eru aðalstoðir kristinnar trúar.
Hinn mikli sann leikur um sköpunina, eins og hann er skýrður af
hinum innblásnu höfundum; syndafallið, friðþægingin, endur lausnin
og eilífleiki Guðs orðs í öllu þessu, er í raun réttri hafnað, annaðhvort
að nokkru leyti eða öllu af miklum hluta hins svokallaða kristna
heims. Þúsundir manna, sem stæra sig af því að þeir séu vitrir og
Jak. 2 : 10.
220