244
Deilan mikla
sínum; andi Guðs, sem ávalt var staðið á móti, hefir að síðustu verið
tekinn frá þeim. Þegar þeir eru ekki lengur verndaðir af guðlegri náð,
hafa þeir enga vörn gegn hinu illa. Þá mun Djöfullinn varpa íbúum
jarðarinnar í hinar miklu og síðustu hörm-ungar. Þegar englar Guðs
hætta að halda í skefjum hinum æðisgengnu stormum mannlegra
fýsna, leika öll ill öfl lausum hala. Allur heimurinn mun verða í
eyði-legging hræðilegri en þeirri, sem kom yfir Jerusalem í fyrri
daga.
Þeir sem varðveita lögmál Guðs hafa verið ákærðir um að leiða
dóm yfir mannkynið, og þeim mun verða kent um hin miklu umbrot
náttúruaflanna og deilur og blóðsúthellingar mannanna, sem fylla
heiminn hörmung-um og böli. Kraftur sá, sem fylgir hinni síðustu
aðvörun-hefir fylt hina óguðlegu óstjórnlegri bræði; reiði þeirra
bitnar á öllum þeim, sem meðtekið hafa boðskapinn og Djöfullinn
mun auka og kynda hatursbálið og æsa til alls konar ofsókna.
Þegar nálægð Guðs var loksins tekin frá Gyðinga-þjóðinni, vissu
það hvorki prestarnir né fólkið, þótt þeir væru undir áhrifum hins
illa og þótt þeir stjórnuðust af hinum verstu og lægstu fýsnum, töldu
þeir sig samt vera Guðs útvöldu þjóð. Guðsþjónustur héldu áfram
í muster-inu; fórnir voru bram bornar á hinum saurugu ölturum og
guðlegrar blessunar var daglega beðið þeirri þjóð, sem sek var um
blóð Guðs elskulega sonar og myrða vildi postula hans og prédikara.
Þegar því hinn óbreytanlegi dómur helgidómsins hefir verið upp-
kveðinn og forlög heimsins hafa verið ákveðin fyrir fult og alt, munu
íbúar heimsins ekki vita hvað gerst hefir. Trúarbragðasiðum verður
[325]
haldið áfram af því fólki, sem Guð hefir um síðir svift anda sínum,
og hinn djöfullegi ákafi, sem konung-ur illgerðanna blæs mönnum
í brjóst, til þess að fram-kvæma illverk sín, mun líkjast guðlegum
eldmóði að yfir-borðinu til.
Með því að hvíldardagurinn hefir orðið aðal deilu-efnið í hinum
kristna heimi og bæði kirkjuleg og verald-leg völd hafa tekið höndum
saman, til þess að beita þar ofbeldi og framfylgja sunnudagshelginni,
munu hinir fáu verða fyrir almennum ofsóknum og fyrirlitningu,
vegna þess að þeir veita mótstöðu hinum gildandi veraldar-regl-um.
Því mun haldið fram að hinir fáu, sem mótstöðu veiti kirkjulegri
stofnun og lögum ríkisins, ættu ekki að líðast.
Þá mun fólki Guðs verða steypt í þær hörmungar og píslir er
spámaðurinn lýsir sem Jakobs hörmungum: “Já, svo segir Drottinn: