Page 247 - Deilan mikla (1911)

Hörmungatíminn
En á þeim tíma mun Mikael, hinn mikli verndar-engill, sá er
verndar landa þína, fram ganga. Og það skal verða svo mikil hörm-
ungatíð, að slík mun aldrei verið hafa, frá því er menn urðu fyrst til
og alt til þess tíma. Á þeim tíma mun þjóð þín frelsuð verða, allir
þeir sem skráðir finnast í bókinni”
Þegar boðskap þriðja engilsins er lokið, biður hinn miskunnsami
ekki framar fyrir þeim er á jörðu búa; þá hefir guðs fólk fullkomn-
að hlutverk sitt, það hefir með-tekið “haustregnið”, “endurlífgun
....
frá augliti Drottins”, og það er reiðubúið til þess að mæta þeim
reynslustundum, sem fyrir hendi eru. Englar hraða sér fram og aftur
í himninum. Engill sem frá jörðu kemur lýsir því yfir að starfi sínu
sé lokið; heimurinn hefir verið prófaður í síðasta skifti og allir þeir,
sem reynst hafa trúir hinum guðlegu fyrirmælum hafa meðtekið
innsigli hins lifanda Guðs”. Þá hættir Jesús meðal-gangaraverki
sínu í helgidóminum á himnum. Hann lyftir upp höndum sínum
og segir hárri röddu: “Það er fullkomnað”. Og allir englaskararn-
ir leggja niður kórón-ur sínar þegar hann gjörir þessa yfirlýsingu:
Hinn rangláti haldi áfram að fremja ranglæti og hinn heilagi helgist
áfram”
Hvert einasta mál hefir verið dæmt lífs-eða dauðadómi.
Kristur hefir friðþægt fyrir fólk sitt og afmáð syndir þess. Tala þegna
hans er ákveðin: “Ríki, vald og máttur allra konungsríkja, sem undir
himninum eru” verða veitt erfingjum sáluhjálparinnar og Jesús á að
[324]
stjórna sem konungur konunganna og Drottinn drotnanna.
Þegar hann yfirgefur helgidóminn, mun myrkur yfir-skyggja íbúa
jarðarinnar. Á þeim skelfingatímum verða hinir réttlátu að lifa fyrir
augliti hins heilaga Guðs án meðalgangara. Hinum illu verður ekki
haldið í skefjum framar, og Djöfullinn hefir fult vald yfir þeim,
sem að síðustu eru iðrunarlausir. Langlundargeð Guðs er á enda.
Heimurinn hefir hafnað miskunn hans, fyrirlitið kærleika hans og
fótumtroðið lögmál hans. Hinir syndumspiltu hafa eytt náðartíma
Dan. 12 : 1.
Opinb 22 : 11.
243