Page 249 - Deilan mikla (1911)

Hörmungatíminn
245
hræðsluóp heyrum vér, ótti er á ferð-um, en engin heill .... og hvers
vegna eru öll andlit orðin nábleik? Vei, mikill er sá dagur; hann á
ekki sinn líka og angistartími er það fyrir Jakob, en hann frelsast frá
því”
Angistarnótt Jakobs, þegar hann glímdi í bæn fyrir frelsi frá Esaú,
táknar reynslu Guðs barna á tímum neyðarinnar. Vegna þess að Jakob
hafði í frammi blekk-ingu til þess að fá blessun föður síns, sem ætluð
var Esaú, hafði hann flúið til þess að forða lífi sínu, óttasleg-inn af
hinni ægilegu hótun bróður síns. Eftir að hann hafði verið í útlegð
um mörg ár, hafði hann samkvæmt boði Guðs lagt af stað aftur með
konur sínar og börn, hjarðir sínar og þjóna heim til ættjarðar sinnar.
Þegar hann kom að landamærunum varð hann óttasleginn þegar
hann frétti að Esaú kæmi með hersveit manna og ætlaði eflaust að
hefna sín. Fólk Jakobs var vopnlaust og verju-laust og leit því ekki út
fyrir annað en að það mundi alt falla án varnar fyrir ofbeldisæði og
hefnigirni. Og við óttann og skelfinguna bættist hin óbærilega byrði
sjálfs-ásökunarinnar, því það var Jakobs eigin synd, sem valdið hafði
þessari hættu. Hans eina von var miskunn Guðs; hans eina vörn varð
því að vera fólgin í bæn. Samt sem áður lætur hann ekkert ógjört til
þess að bæta fyrir þær syndir, sem hann hafði drýgt gagnvart bróður
[326]
sínum og til þess að afstýra þeirri hættu, sem yfir vofði. Þannig ættu
fylgjendur Krists að gjöra alt mögulegt til þess að skýra mál sín sem
bezt fyrir fólkinu, þegar tímar hörm-unganna nálgast; þeir ættu að
leggja sig fram til þess að slá vopn úr höndum hleypidómanna og
afstýra þeirri hættu, sem ógnar samvizkufrelsi manna.
Þegar Jakob hefir sent í burtu heimilisfólk sitt, til þess að það
viti ekki um hörmungar hans, er hann aleinn eftir til þess að biðja
Guð. Hann játar syndir sínar og viðurkennir með þakklæti miskunn
þá, sem Guð hefir veitt honum, jafnframt því, sem hann með djúpri
undir-gefni minnir á sáttmála þann, sem gerður var við feður hans
og loforð það sem honum sjálfum hafði verið gefið, þegar hann
fékk sýnina við Betel og í landi útlegðarinnar. Tímamót lífs hans
hafa borið að höndum; nú er alt í eyði. Í myrkri og einveru heldur
hann áfram að grát-bæna Guð og auðmýkja sjálfan sig frammi fyrir
honum. Alt í einu er hönd lögð á öxl hans. Hann verður hræddur og
heldur að óvinur sé kominn, sem ætli að ráðast á hann, og hann glímir
Jer. 30 : 5-7.