Hörmungatíminn
247
Guðs. Hann var ákveðinn í því að fylgja áformi sínu; hann hélt fast
í engilinn og lét bæn sinni fylgja hina dýpstu ein-lægni, samfara
angist og skelfing, og hann hætti ekki fyr en hann vann sigur.
Eins og Djöfullinn blés Esaú því í brjóst að fara með herlið gegn
Jakob, þannig mun hann æsa hina illu til þess að tortíma þeim er
Guði fylgja, þegar tími hörmunganna kemur; og eins og hann ákærði
Jakob, þannig mun hann einnig ákæra þjóna Guðs. Hann telur íbúa
jarðarinnar þjóna sína; en hinir fáu, sem halda boðorð Guðs, standa
á móti valdi hans og yfirráðum; gæti hann útrýmt þeim af jörðinni,
væri sigur hans fullkominn. Hann sér að heilagir englar gæta þeirra,
og af því dregur hann það að syndir þeirra hafa verið fyrirgefnar,
en hann veit ekki að mál þeirra hafa verið dæmd í helgidóminum á
himnum. Hann hefir nákvæma þekkingu á þeim syndum, sem hann
hefir freistað þeirra til að drýgja, og hann kemur fram með þær fyrir
[328]
Guð og afskræmir þær eins og honum er unt; hann heldur því fram
að þjónar sínir—syndararnir —verðskuldi það ekki síður en hann
sjálfur að útilokast frá Guði. Hann heldur því fram að Guð geti ekki
verið réttlátur ef hann fyrirgefi syndir þeirra, en tortími honum og
englum hans. Hann krefst þeirra, sem hertekinna fanga, og þykist
hafa fulla heimild til þess að tortíma þeim.
Þegar Djöfullinn ákærir þjóna Guðs fyrir syndir þeirra, leyfir
Guð að mál þeirra séu nákvæmlega rann-sökuð og þeir reyndir á
allan hátt. Traust þeirra á Guði, staðfesta þeirra og trú verða reynd
til þrautar; þegar þeir hugsa um sitt fyrra líf og sína fyrri breytni,
deyf-ast vonir þeirra, því þeir sjá lítið sem ekkert er gildi hafi í allri
breytni sinni. Þeir hafa glögga meðvitund um ófullkomleik sinn og
vanmátt. Djöfullinn reynir að hræða þá með þeirri hugsun að þeir
geti engrar miskunnar vænst, að svartleiki synda þeirra verði aldrei
af þveginn um eilífð. Hann vonast þannig til að geta eyðilagt trú
þeirra, til þess að þeir falli fyrir freistingum hans, og snúa frá öllu
samfélagi við Guð.
Þeir heyra alstaðar um samsæri og svik, og þeir sjá hve ákafir
uppreistarmennirnir eru; þeir finna til heitrar löngunar, brennandi
sálar þrár, til þess að þetta fráfall megi taka enda og að illgjörðir
hinna syndum spiltu manna megi þverra. En jafnframt því sem þeir
grátbæna Guð að koma í veg fyrir uppreist hafa þeir djúpa tilfinningu
fyrir því að þeir sjálfir hafa engan mátt til þess að stöðva flóðöldu
spillinganna. Þeir ásaka sjálfa sig fyrir þetta og þeir finna til þess,