248
Deilan mikla
að ef þeir hefðu ávalt neytt allra krafta til þess að þjóna Kristi og
styrkst þannig dag frá degi, þá hefði vald djöfulsins ekki verið eins
mikið og það er á móti þeim. Þeir mæta frammi fyrir Guði með
sálarangist, þeir benda á fortíð sína, iðrast synda sinna og grátbæna
um vægð í nafni frelsarans, sem hefir lofað, að ef “hann leitar hælis
hjá mér og gjörir frið við mig”
þá mun hann finna frið. Þeir falla
ekki frá trú sinni þótt þeir verði ekki tafarlaust bænheyrðir. Þótt
þeir líði hina dýpstu angist, skelfingu og kvalir, þá hætta þeir ekki
bænum sínum og grátbænum. Þeir halda sér fast í kraft Guðs eins
[329]
og Jakob hélt í engilinn og þeir segja í sálu sinni: “Eg sleppi þér
ekki nema þú blessir mig”
Hefði Jakob ekki áður iðrast syndar
sinnar — þeirrar syndar að ná frumburðarréttinum með svikum, þá
hefði Guð ekki bænheyrt hann og varðveitt líf hans af miskunn sinni.
Þannig er það á tímum hörmunganna, ef þjónar Guðs hefðu syndir
á samvizku sinni, sem þeir hefðu ekki játað, þegar þeir yrðu fyrir
ótta og skelfingu, þá mundi trú þeirra glatast í örvæntingu og þeir
hefðu ekki nóg traust á Guði, til þess að grátbiðja hann um frelsi. En
þótt þeir finni djúpt til óverðugleika síns, þá hafa þeir engar huldar
syndir á samvizkunni, sem haldi þeim niður. Syndir þeirra hafa áður
komið fram fyrir dómstólinn og verið afmáðar og þeir geta ekki
minst þeirra framar.
Djöfullinn kemur mörgum til þess að trúa því að Guð muni ekki
líta á smáyfirsjónir í lífi þeirra; en Guð sýnir það í breytni sinni við
Jakob að hann líður alls ekki neitt ilt. Allir þeir, sem reyna að hylja
syndir sínar eða gera lítið úr þeim og láta það viðgangast að þær
séu óaf-máðar á bókum himinsins, án þess að þeirra sé iðrast og
þær fyrirgefnar, munu verða Djöflinum að bráð. Því hærra sem þeir
eru settir og því virðulegri sem er staða þeirra, því alvarlegra er mál
þeirra í augum Guðs altsjá-anda, og því vissari er sigur óvinarins.
Þeir sem skjóta því á frest að búa sig undir dag dómsins, þeir fá
ekki ráðrúm til þess þegar tími hörmunganna kemur, eða á nokkrum
öðrum tíma. Þeir hafa glatað öllu tækifæri.
Þeir sem litla rækt leggja við trú sína nú, þeir eru í mestu hættunni
fyrir sjónhverfingum Djöfulsins og lög-boðum, sem rjúfa samvizku-
frelsið. Og jafnvel þótt þeir stæðust reynsluna, þá falla þeir í enn
Jes. 27 : 5.
Móse 32 : 26.