Page 253 - Deilan mikla (1911)

Hörmungatíminn
249
dýpri skelfingu og angist þegar tími neyðarinnar kemur, vegna þess
að þeir hafa aldrei vanið sig á að treysta Guði. Trúaratriðin sem þeir
hafa vanrækt verða þeir neyddir til að læra með hinu hræðilega valdi
vonleysisins.
Vér ættum tafarlaust að kynna oss Guð, með því að reyna fyrir-
heit hans. Englar skrásetja hverja bæn, sem í einlægni og sannleika
er flutt. Vér ættum að láta af holdsfýsnum og nautnum, en lifa í nán-
ara sambandi við Guð. Hin mesta fátækt, hin dýpsta sjálfsafneitun
[330]
með samþykki Guðs er betri en auðæfi, heiður, þægindi og vinátta,
sem Guði eru ekki þóknanleg. Vér verðum að taka oss tíma til þess
að biðja. Ef vér látum það við gangast að hugur vor sé gagntekinn af
veraldlegum efn-um, þá má svo fara að Guð veiti oss tíma til bæna
með því að svifta oss skurðgoðum gulls og metorða, svifta oss húsi
og heimili eða frjólöndum og ökrum.
Johannes postuli heyrði hvella rödd á himni er sagði: “Vei sé
jörðinni og hafinu, því að Djöfullinn er stiginn niður til yðar í miklum
móð, því hann veit að hann hefir nauman tíma”
Hræðileg er sú
sjón, sem kemur hinni himnesku rödd til þess að mæla þannig. Reiði
Djöfulsins vex eftir því sem tíminn styttist, og blekking hans og
eyðileggingarverk ná hámarki sínu þegar skelfingarnar dynja yfir.
Ógurlegar yfirnáttúrlegar sýnir munu brátt birtast á himnum, til
merkis um að illir englar gera kraftaverk. Af þessum viðburðum
munu bæði æðri og lægri láta blekkj-ast; menn munu koma fram,
sem þykjast vera Kristur sjálfur og krefjast þeirrar tignar og til-
beiðslu, sem frels-ara heimsins einum heyrir til. Þeir munu gera
undraverð kraftaverk með lækningum og munu þykjast hafa fengið
opinberun frá himnum, sem mótmæli vitnisburðum biblíunnar.
Sem höfuðatriði í sjónleik hinnar miklu blekkingar mun Djöf-
ullinn sjálfur koma fram eins og hann væri Kristur. Kirkjan hefir
lengi þózt vænta komu frels-arans, sem fullkomnunar allra sinna
vona. Nú mun hinn mikli blekkjari láta líta svo út, sem hann sé kom-
inn. Víðsvegar á jarðríki mun Djöfullinn birtast meðal mannanna,
sem undraverður og dýrðlegur, líkur því, sem syni Guðs er lýst í
Opinberunarbók Jóhannesar. Sú dýrð, sem honum fylgir er meiri
en alt annað, sem mannlegu auga hefir birst; gleði-ópin dynja við
þegar sagt verður: “Kristur er kominn! Kristur er kominn!” Fólkið
Opinb. 12:12.