250
Deilan mikla
mun falla fram fyrir honum af lotningu, en hann mun hefja upp
hendur sínar og lýsa blessun yfir þeim, eins og Kristur blessaði læri-
sveina sína þegar hann dvaldi hér á jörðinni. Rödd hans mun verða
[331]
mjúk og hógværleg, en samt fagurhljómandi. Með blíðlegum, hlut-
tekningarsömum rómi mun hann koma fram með sumt af hinum
sama hugljúfa, himneska sannleika, sem frelsarinn boðaði; hann
mun lækna sjúkleika fólksins og í eftirlíking Krists þykist hann hafa
breytt helgideginum frá hinum upphaflega til sunnudags, og skipar
öllum að halda þann dag helgan, sem hann hafi blessað. Hann lýsir
því yfir að þeir sem áfram haldi að halda helgan hinn sjöunda dag,
vanhelgi nafn hans með því að neita að hlusta á engla þá er hann
hafi sent þeim með ljós sannleikans. Þetta er hin mikla blekking,
sem nærri því kemst að yfirbuga. Eins og Samverjar, sem létu mis-
sýningamanninn Símon blekkja sig, mun fjöldinn hlaupa eftir þessu
kukli, og eiga þar sammerkt bæði æðri og lægri, og þeir munu segja:
“
Þessi maður er sá kraftur Guðs er mikill nefnist”
En þjónar Guðs munu ekki láta blekkjast. Kenningar þessa fals-
Krists eru ekki í samræmi við ritningarnar; blessun hans kemur yfir
dýrkendur dýrsins og líkneskis þess; einmitt yfir þá, sem ritningin
lýsir yfir að óblönduð reiði Guðs skuli hellast yfir.
Og meira að segja, Djöflinum leyfist ekki að líkja eftir komu
Krists. Frelsarinn hefir aðvarað fylgjendur sína við blekkingum í
þessu atriði og hefir greinilega sagt fyrir endurkomu sína: “Því að
upp munu rísa falskristar og falsskámenn og þeir munu gera stór
tákn og undur, til þess að leiða í villu, ef verða mætti jafnvel útvalda.
....
Ef þeir því segja við yður: Sjá, hann er í óbygðinni,— þá farið
eigi út þangað; sjá, hann er í herbergjunum,— þá trúið því ekki.
Því að eins og eldingin gengur út frá austri og sést alt til vesturs,
þannig mun verða koma manns-sonarins”
pegar þessi endurkoma
verður er stæling ómöguleg. Hún verður öllum heimi kunn — allur
heimurinn sér hana.
Aðeins þeir, sem nákvæmlega hafa lesið ritninguna og þeir,
sem meðtekið hafa sannleiksástina verða vernd-aðir frá hinni miklu
blekkingu, sem hertekur heiminn. Með vitnisburði biblíunnar munu
þeir geta þekt þann, sem blekkir þótt hann sé í dularklæðum.
Postulas. 8 : 10.
Matt 24 : 24, 27, 31; Opinb. 1:7;1. Þess. 4 : 16, 17.