Hörmungatíminn
251
Reynslutíminn kemur til allra. Með reynslu freistinganna kemur
það í ljós, hverjir í raun og sannleika séu kristnir og hverjir ekki.
[332]
Eru þjónar Guðs nú orðnir svo stöðugir í hans heilaga orði að þeir
falli ekki fyrir blekkingum skilningar-vita sinna? Mundu þeir ef
slíka eldraun bæri að höndum, halda fast við kenningar biblíunnar?
Djöfullinn gerir sitt bezta til þess að varna þeim frá því að búast
undir tíma reynslunnar. Hann mun reyna að kasta hindrunum á vegu
þeirra, flækja þá í jarðneskum gæðum, láta þá bera þungar, erfiðar
byrðar til þess að hjörtu þeirra verði þreytt af áhyggjum lífsins og
reynslutíminn geti komið að þeim, sem þjófur á nóttu. Með því að
skipanir, sem gefnar verða af ýmsum stjórnendum hinna kristnu
þjóða, gegn þeim er boðorðin halda, svifta þá einnig vernd stjórn-ar-
innar og fá þá varnarlausa þeim í hendur, sem vilja glötun þeirra, þá
flýja þjónar Guðs frá borgum og bæj-um og búa saman í hópum á
afskektustu og einmanaleg-ustu stöðum. Margir munu leita hælis á
fjöllum uppi. Eins og hinir kristnu menn í Piedmont dölunum munu
þeir gjöra hina háu staði jarðarinnar að helgidómum og þeir munu
þakka Guði fyrir “hamraborgirnar sem vígi”
En margir munu þeir
verða meðal allra þjóða og af öllum flokkum, æðri sem lægri, ríkum
sem fátækum, svörtum sem hvítum, sem varpað mun verða í hinn
ranglátasta og grimdarfylsta þrældóm. Hinir trúu, sem Guð hefir vel-
þóknun á munu eiga erfiða daga; þeir munu verða bundnir hlekkjum,
lokaðir inni í fangaglefum, dæmdir til dauða, sumir látnir svo að
segja svelta í hel í dimmum og daun-illum klefum. Ekkert mannlegt
eyra mun heyra angist-aróp þeirra, engin mannleg hönd leggur þeim
lið né líkn.
Mun Drottinn gleyma þessu fólki á tíma hörm-unganna? “En
Zíon segir: Drottinn hefir yfirgefið mig, herrann hefir gleymt mér!
Hvort fær konan gleymt brjóstbarni sínu, að hún miskunni eigi lífsaf-
kvæmi sínu? Og þó að þær gætu gleymt, þá gleymi eg þér samt ekki.
Sjá, eg hefi rist þig á lófa mína”
Og Drottinn himn-anna hefir sagt:
“
Hver sá er snertir yður, snertir auga-stein hans”
Þrátt fyrir það þótt óvinir kunni að varpa þeim í fangelsi, þá
geta samt ekki fangelsisveggirnir aðskilið eða slitið sálir þeirra úr
sambandi við Krist’. Englar munu koma til þeirra þar sem þeir eru
[333]
Jes. 33 : 16.
Jes. 49 : 14-16.
Sak. 2 : 12.