252
Deilan mikla
einmana í klefunum og flytja þeim ljós og frið af himnum ofan.
Dómur Guðs fellur á þá, sem reyna að þjaka og tor-tíma þjónum
hans. Hið mikla langlundargeð hans við hina syndumspiltu forherðir
þá í syndunum; en hegningin er þeim eigi síður vís né síður hræðileg
þótt hún dragist. Með hræðilegum réttlætis athöfnum mun hann
hegna mönnum fyrir það að hafa fótumtroðið lögmál hans. Skelfileik
þess dóms, er bíður yfirtnoðslumannanna má sjá á því, hversu lengi
hann lætur það dragast. Sú þjóð, sem hann auðsýnir mikla þolinmæði
og sem hann vill ekki úthella reiði sinni yfir fyr en hún hefir uppfylt
mæli synda sinna með mótgerðum gegn Guði, hún verður um síðir
að drekka bikar Guðs reiði án nokkurrar miskunnar.
Þegar Kristur hættir meðalgangaraembætti sínu í helgidómin-
um, þá er þeim hótað óblandaðri reiði Guðs, sem tilbiðja dýrið og
líkneski þess. Plágurnar, sem komu yfir Egyptaland, þegar Drottinn
ætlaði að frelsa Ísraels-lýð, voru í eðli sínu svipaðar þeim dómi,
sem feldur verð-ur yfir heiminum, rétt áður en Guð frelsar þjóna
sína að síðustu, þótt sá dagur verði enn þá skelfilegri og víðtæk-ari.
Þegar spámaðurinn talar um þessi atriði í Opinber-unarbókinni, segir
hann: “Og ill og hættuleg kaun komu á mennina sem höfðu merki
dýrsins og tilbáðu líkneski þess”. Og hafið “varð að blóði, eins og
blóði dauðs manns, og sérhver lifandi sál dó, sú er í hafinu var”. Og
“
fljótin og uppsprettur vatnanna urðu að blóði”. Þótt þessar plágur
séu skelfilegar er þó réttlæti Guðs fullkomið. Engillinn segir: “Rétt-
látur ert þú; þú sem ert og þú sem varst, þú hinn heilagi, að þú hefir
dæmt þannig; því að þeir hafa úthelt blóði heilagra og spámanna, og
þú hefir gefið þeim blóð að drekka, maklegir eru þeir þess”
Með
því að dæma þjóna Guðs til lífláts, hafa þeir eins sannar-lega unnið
til blóðsektar sinnar eins og þótt þeir hefðu líflátið þá með eigin
höndum. Á sama hátt lýsti Kristur því yfir á hérvistardögum sínum
að Gyðingar væru sekir um alt það blóð helgra manna, sem úthelt
hefði verið síð-an á dögum Abels. Því þeir höfðu hið sama hugarfar
og sóttust eftir því sama og hinir, sem myrtu spámennina. í plágunni
sem á eftir kemur er sólinni gefinn kraftur “til að brenna mennina í
[334]
eldi. Og mennirnir stiknuðu í ofurhita “
Opinb. 16 : 2-6.
Opinb. 16 : 8, 9.