Hörmungatíminn
253
Þessar plágur eru ekki almennar, því ef svo væri, þá eyðilegðist
alt mannkynið, en samt verða þær hinar skelfilegustu plágur, sem
dauðlegir menn hafa nokkru sinni orðið fyrir. Öllum dómum sem
feldir hafa verið yfir mönnunum áður en náðartíminn var liðinn, hefir
fylgt miskunn. Fórnarblóð Krists hefir varið syndarana fyrir því að
verða að sæta fullkominni hegningu fyrir sekt sína, en þegar hinn
síðasti dómur kemur verður óblönduðum reiðibikar steypt yfir þá
miskunnarlaust.
Á þeim degi mun fjölda manns fýsa að leita náðar Drottins til
þess að hljóta miskunn hans, sem þeir hafa lengi fyrirlitið: “Sjá, þeir
dagar munu koma, segir herrann Drottinn, að eg mun senda hungur
inn í landið, ekki hungur eftir brauði né þorsta eftir vatni, heldur eftir
því að heyra orð Drottins, svo að menn skulu reika frá einu hafinu
til annars og renna frá norðri til austurs, til þess að leita eftir orði
Drottins. En þeir skulu ekki finna það”
Þjónar Drottins munu ekki komast hjá hörmungun-um; en þótt
þeir verði ofsóttir og þjakaðir; þótt þeir líði alls konar skort og
hungur skulu þeir ekki tortímast. Sá Guð, sem líknaði Elísa skal
ekki fara fram hjá einu einasta af hinum sjálfsfórnarfúsu börnum
sínum. Hann sem telur höfuðhár þeirra skal annast þau og á tímum
hungursneyðarinnar skulu þeir vera mettir. Þótt hinir syndumspiltu
deyi af hungri og drepsóttum, skulu englar vernda hina réttlátu og
sjá þeim fyrir því, sem þeir þarfnast. Hver sem í réttlætinu lifir hefir
fyrirheitið: “Brauðið skal verða fært honum, og vatnið handa honum
skal eigi þverra”. “Hinir fátæku og voluðu leita vatns, en finna ekki;
tunga þeirra verður þur af þorsta; eg, Drottinn, mun bænheyra þá;
eg, Ísraels Guð, mun ekki yfirgefa þá”
“
Þótt fíkjutréð blómgist ekki og vínberin beri engan ávöxt; þótt
gróði olíutrésins bregðist og akurlöndin gefi enga fæðu; þótt sauðfé
hverfi úr réttinni og engin naut verði eftir í nautahúsunum — þá skal
[335]
eg samt gleðj-ast í Drotni og fagna yfir Guði hjálpræðis míns”
“
Drottinn er vörður þinn, Drottinn er skuggi þinn, þér til hægri
handar; um daga mun sólarhitinn ekki vinna þér mein, né heldur
tunglið um nætur. Drottinn mun vernda þig fyrir öllu illu; hann
mun vernda sál þína; því að hann frelsar þig úr snöru fuglarans, frá
Amos 8:11, 12.
Jes. 33 : 16; 41 : 17.
Habakúk 3 : 17. 18.