254
Deilan mikla
drepsótt glötunarinnar; hann skýlir þér með fjöðrum sínum, undir
vængjum hans máttu hælis leita, trúfesti hans er skjöld-ur og verja.
Eigi þarft þú að óttast ógnir næturinnar, eða örina, sem flýgur um
daga, drepsóttina, er reikar um í dimmunni eða sýkina, er geysar um
hádegið. Þótt þús-und falli þér við hlið, og tíu þúsund þér til hægri
handar, þá nær það ekki til þín. Þú horfir að eins á með augun-um,
sér hversu óguðlegum er endurgoldið, því að þitt hæli er Drottinn,
þú hefir gert þann hæsta þér að at-hvarfi; engin ógæfa hendir þig og
engin plága nálgast tjald þitt”
Væru mennirnir gæddir himneskri sjón, þá sæju þeir englaskara
stóra og sterka, sem fylktu sér umhverfis þá er stöðugir hafa staðið
í Kristi. Með hluttekning og miskunn hafa englar verið vitni að
hörmungum þeirra og heyrt bænir þeirra. Þeir bíða eftir skipun frá
herra smum að hrífa þá brott úr hættunni. En þeir verða að bíða enn
nokkuð lengur. Þjónar Guðs verða að drekka bikarinn og skírast
skírninni. Einmitt dráttúrinn, þótt hann sé þreytandi, er svarið við
bænum þeirra. Þegar þeir reyna að bíða með þolinmæði eftir. því að
Drottinn taki í taumana, þá læra þeir að sýna þolinmæði, trúnaðar-
traust og von; en allar þessar dygðir hafa verið sorglega lítið iðkaðar
í trúarlífi þeirra. En þó mun tími hörmung-anna verða styttur fyrir
sakir hinna útvöldu: “Og mun þá ekki Guð láta hina útvöldu ná rétti
sínum, þá er hrópa til hans dag og nótt? .... Eg segi yður: hann mun
láta þá ná rétti sínum skjótlega”
Endirinn mun koma skjót-ar en
menn varir. Hveitinu mun safnað saman og það bundið í bindi til
þess að látast í kornhlöðu Guðs. Illgres-ið verður bundið í knippi til
þess að brennast á eldi eyði-leggingarinnar.
[336]
Þegar Guð horfði í gegn um aldirnar, sá hann hvað fram mundi
koma við þjóna sína, og þegar jarðnesk völd mundu fylkja sér gegn
þeim. Eins og fangar í útlegð munu þeir óttast hungurdauða eða
líflát. En hinn heilagi sem skifti Rauða hafinu, til þess að Ísraels-
menn kæmust yfir það mun þá sýna mátt sinn og kraft og losa þá úr
hertekningunni: “Og þeir skulu vera mín eign, segir Drottinn her-
sveitanna, á þeim degi, sem eg hefst handa og eg mun vægja þeim,
eins og maður vægir syni sínum, sem þjónar honum”
Sálm. 121 : 5-7; 91 : 3-10.
Lúk. 18 ; 7, 8.
Malakía 3 : 17.