Hörmungatíminn
255
Ef blóði hinna trúu þjóna Krists væri nú úthelt, þá yrði það
ekki sæði er bæri ávöxt til Guðs ríkis, eins og blóð píslarvottanna;
trúfesta þeirra yrði þá ekki vitnis-burður til þess að sannfæra aðra
um sannleikann, því hið harða hjarta hefir staðið á móti öldum
miskunnarinnar, svo lengi að þær koma aldrei aftur. Ef hinir réttlátu
yrðu nú óvinum sínum að bráð, þá væri það sigur fyrir myrkra-
höfðingjann. Sálmaskáldið kemst þannig að orði: “Því að hann
geymir mig í skjóli, á óheilladeginum; hann felur mig í fylgsnum
tjalds síns”
Kristur hefir sagt: “Gakk þú þjóð mín, inn í herbergi
þitt og lyk aftur dyrnar á eftir þér. Fel þig skamma hríð, unz reiðin er
liðin hjá. Því sjá, Drottinn gengur út frá aðseturstað sínum, til þess
að hegna íbúum jarðarinnar fyrir misgjörðir þeirra”
Dýrðleg verður
frelsun þeirra, sem í þolinmæði hafa biðið komu hans, þeirra, sem
eiga nöfn sín skráð í
[337]
Sálm. 27 : 5.
Jes. 26 : 20, 21