Page 260 - Deilan mikla (1911)

Guðs fólk frelsað
Þegar þeim er halda vilja fast við Guðs lög verður synjað um
vernd borgaralegra laga, þá mun samtímis í mörgum löndum koma
upp hreyfing í því skyni að tor-tíma þeim. Þegar tíminn sem tiltekinn
er í fyrirskipan-inni nálgast, mun fólkið gera samsæri til þess að
eyði-leggja þennan flokk, sem það hatar. Það verður ákveðið að
hefja aðalofsóknirnar alstaðar samtímis á einni nóttu, í því skyni að
bæla niður í eitt skifti fyrir öll þær raddir, sem dirfast að koma fram
með andmæli og aðfinslur.
Þá mun Guðs fólk — sumt í fangaklefum, í fel-um á afviknum
stöðum í skógum og fjöllum,— biðja enn um guðlega vernd, en
í öllum áttum verða her-sveitir vopnaðra manna eggjaðar af illum
öndum og til þess búnar að tortíma. Það er nú á tímum hinna allra
mestu hörmunga að Guð Ísraels mun skerast í leikinn til þess að
frelsa sína útvöldu.
Með sigurópum, háðsyrðum og eggjunum þyrpast saman hópar
illra manna og ætla að ráðast á bráð sína; en þá skeður það að
niða myrkur, dökkara en myrkur miðnæturinnar, sveipar jörðina;
því næst mun regnbogi, skínandi af dýrð frá hásæti Guðs, þenjast
yfir himininn og virðist sem hann vefjist utan um hvern einstakan
hóp er bænir flytur. Hinn reiði múgur verður höggdofa. Hin háværu
háðshróp þagna; hugsunin sem æsti þá til morðs og æðis gleymist
með öllu; með ótta og undrun stara menn á tákn Guðs sáttmála og
þrá vernd fyrir hinni óþolandi birtu þess.
Pjónar Drottins heyra rödd, sem er inndæl og hljóm-fögur og
röddin segir: “Lítið upp!” Og þegar þeir líta upp til himins sjá þeir
[338]
sáttmálsbogann ; hið svarta ískyggi-lega ský sem huldi festinguna er
rofið, og þeir horfa stað-fastlega til himins eins og Stefán píslarvottur
og sjá dýrð Guðs og mannsins son í hásæti sínu. Á hans dýrðar
líkama sjá þeir merki þeirrar niðurlægingar, sem hann varð að þola
og frá vörum hans heyra þeir bæn hans, er hann ber fram fyrir föður
sínum og hinum heilögu englum: “Faðir, eg vil að það, sem þú
256