Guðs fólk frelsað
257
gafst mér, — að einnig þeir séu hjá mér þar sem eg er”
Og aftur
heyrist hljómfögur og sigrihrósandi rödd segjandi: “Þeir koma, þeir
koma. heilagir, einlægir og óflekkaðir; þeir hafa haldið orð mín með
þolinmæði; þeir skulu búa meðal engla”. Og hinar fölu, titrandi varir
þeirra, sem fast hafa haldið við trú sína, munu hrópa sigurhróp.
Það er um miðnætti, sem Guð birtir kraft sinn til þess að frelsa
sitt fólk. Sólin kemur upp, björt og skínandi í mesta máta. Hvert
táknið og stórmerkið rekur annað með örstuttu millibili.. Hinir spiltu
horfa á þessi fyrirbrigði með undrun og skelfingu, en hinir réttlátu
líta með óumræðilegum fögnuði hið hátíðlega merki frels-unarinnar.
Öll náttúran virðist hafa breytt eðli sínu. Árnar hætta að renna; svört
og þykk ský þykja himininn og rekast hvert á annað. Á miðjum
himninum, sem er ægilegur að líta, er einn einasti bjartur blettur
óútmálan-lega dýrðlegur, þaðan heyrist rödd Guðs, eins og hljómur
margra vatna segjandi: “Það er fram komið”
Þessi rödd er svo sterk að himinn og jörð skjálfa; þungur jarð-
skjálfti kemur næst: “Svo að slíkur hefir eigi komið frá því menn
urðu til á jörðinni, jafn ákaflega mik-ill jarðskjálfti”
pað er eins
og festingin opnist og lokist. Það er sem dýrð Guðs ljómi yfir alt;
fjöllin hreyfast eins og reyr í vindi og steinar og björg kastast í allar
áttir. Dynur heyrist, eins og heljarstormur sé í nánd; sjórinn rótast
upp með ógnandi öldugangi; hávær fellibylur heyrist, eins og raddir
þúsund djöfla, sem komið hafi til þess að tortíma. Öll jörðin gengur
upp og niður í bylgjum, eins og hafið sjálft. Jarðskorpan springur;
það er sem sjálfar undirstöður jarðarinnar hafi raskast; fjallgarð-
ar lækka og sökkva; heilar eyjar hverfa með fólki og öllu saman;
hinar ægilegu bylgjur hafsins svelgja heilar sjó- borgir, sem orðnar
[339]
[340]
[341]
voru álíka spiltar og Sódóma; Babýlon hinni miklu hefir ekki verið
gleymt, hún birtist nú frammi fyrir Guði “og hann gaf henni vínbikar
heiftarreiði sinn-ar”
Mikil haglél munu dynja yfir og munu höglin,
sem hvert um sig er “vættarþungt” eyðileggja alt sem fyrir verður.
Skrautlegustu borgir munu hrynja til grunna; konunglegar hallir, sem
auðmenn heimsins hafa lagt í fé sitt af hégómagirni, munu molast
Jóh. 17 : 24.
Opinb. 16 : 17.
Opinb. 16 : 18.
Opinb. 16 : 19.