258
Deilan mikla
í sundur í agnir í augsýn þeirra. Fangelsisveggir munu klofna, og
þjónar Guðs, sem í fangelsi hafa verið fyrir trú sína verða lausir.
Grafir dauðra manna munu opnast, “og margir þeirra, sem sofa
í dufti jarðarinnar munu upp vakna, sumir til eilífs lífs, sumir til
smánar, til eilífrar andstygð-ar”
Allir þeir, sem dáið hafa í trúnni
á boðskap þriðja engilsins koma fram dýrðlegir úr gröfunum, til
þess að hlusta á friðarsáttmála Guðs við þá, sem haldið hafa boðorð
hams. “Og jafnvel þeir sem stungu hann”
þeir sem gerðu gys að
kvölum Krists í andlátinu og juku þær og þeir sem ákafast stóðu á
móti sannleika hans og þjónum hans eru látnir rísa upp til þess að
sjá dýrð hans, og til þess að sjá þann heiður er þeim veitist, er trúir
reyndust og hlýðnir.
Enn þá hylja þykk ský himininn, en samt brjótast geislar sólar-
innar í gegn um þau öðru hvoru og líta út sem hið hegnandi auga
Drottins. Ægilegar eldingar leiftra frá himnum og vefja jörðina í
logandi eldblæju; hræðilegar þrumur heyrast í lofti, en þó heyrast
enn þá háværari raddir, sem kveða upp dóminn yfir hinum óguð-legu.
Ekki skilja allir þau orð, sem sögð eru; en hinir fölsku kennarar skilja
þau greinilega. Þeir sem fyrir skömmum tíma voru andvaralausir,
hrokafullir og mót-þróagjarnir og stærðu sig af þeirri grimd er þeir
sýndu þeim þjónum Guðs er héldu boðorð hans, þessir sömu menn
titra nú og skjálfa af ótta og hugarkvölum. Kvein-stafir þeirra heyrast
hærra en hljóð náttúruaflanna. Djöflarnir viðurkenna guðdóm Krists
og titra fyrir krafti hans; en menn biðja sér miskunnar og vægðar og
þjást af djúpri skelfingu.
Í gegn um skýjarof ljómar stjarna og virðist birta hennar feríöld
vegna þess hversu myrkrið var mikið.
[342]
Stjarnan boðar von og gleði hinum trúuðu, en reiði þeim er
hafa fótumtroðið lögmál Guðs. Þeir sem hafa fórnað öllu fyrir sakir
Krists eru nú öruggir; þeir dvelja í fylgsn-um, eins og þeir væru
faldir í leyndardómi Guðs heim-kynna. Þeir hafa verið prófaðir,
og frammi fyrir heim-inum og þeim er fyrirlitu sannleikann hafa
þeir staðfest trúnaðartraust sitt á hann, sem dó fyrir þá. Aðdáanleg
breyting hefir orðið á þeim, sem stöðugir hafa reynst, þrátt fyrir það,
þótt þeir horfðust í augu við sjálfan dauðann. Þeir hafa skyndilega
Dan. 12 : 2.
Opinb. 1 : 7.