Page 263 - Deilan mikla (1911)

Guðs fólk frelsað
259
verið frelsaðir frá myrkr-inu og hinni skelfilegu harðstjórn þeirra
manna, sem breyzt höfðu í djöfla. Andlit þeirra, sem rétt nýlega voru
náföl, áhyggjufull og þreytuleg, eru alt í einu orðin glaðbrosandi
af undrun, trú og kærleika. Þeir syngja hástöfum gleðisöng á þessa
leið: “Guð er oss hæli og styrkur, örugg hjálp í nauðum; fyrir því
hræðumst vér ekki þótt jörðin haggist og fjöllin bifist og steypist í
skaut sjávarins; látum vötn hans gnýja og freyða, látum fjöllin gnötra
fyrir æðigangi hans”
Á meðan þessi orð, sem lýsa svo heilögu trausti, stíga upp til
Guðs, birtir í lofti og skýin sópast í brott; himin-inn birtist stjörnu-
bjartur; er hann óútmálanlega dýrðleg-ur og stingur mjög í stúf við
hina svörtu og ægilegu festingu beggja megin. Dýrðin frá hinni
himnesku borg streymir út um hlið hennar, sem eru í hálfa gátt.
Alt í einu sést koma fram á himininn hönd, sem heldur á tveim-ur
steintöflum samanvöfðum, og spámaðurinn segir: “Þá kunngjörðu
himnarnir réttlæti hans, því að Guð er sá sem dæimir”
Hið heil-
aga lögmál Guðs eilífa réttlætis, sem í þrumum og eldingum var
kunngert á Sínaí fjalli, sem lífsregla og mælisnúra, er nú aftur opin-
berað mönnunum, sem regla er farið verði eftir við hinn síðasta dóm.
Hönd-in opnar lögmálstöflurnar og þar sjást frumrit hinna tíu laga
boðorða, eins og þau voru skrifuð með glóandi eld-penna. Orðin eru
svo skýr að allir geta lesið þau. Minnið skerpist; myrkur hjátrúar og
villutrúar sópast brott úr huga allra og hin tíu boðorð Guðs, stutt,
skiljanleg og bjóðandi eru sýnd öllum jarðarbúum til yfirvegunar.
Það er ómögulegt að lýsa þeirri skelfingu og þeirri örvæntingu,
sem gagntekur þá, er fótum hafa troðið hinar heilögu fyrirskipanir
[343]
Drottins. Drottinn gaf þeim lögmál sitt, þeir hefðu getað borið eðli
sitt saman við það og lært að þekkja veikleika sinn, en samt haft
nægan tíma til að iðrast og gera yfirbót. En til þess að hljóta vináttu
heimsins gengu þeir fram hjá boðorðunum og fengu aðra til að fremja
samskonar yfirtroðslur. Þeir hafa reynt að þvinga þjóna Guðs til þess
að óvirða hvíldardag hans. Nú eru þeir einmitt dæmdir samkvæmt
þeim lögum, sem þeir hafa fyrirlitið. Hræðilega glögt sjá þeir það
nú að þeir hafa enga afsökun. Þeir réðu því sjálfir hvorum þeir vildu
fylgja og hverjum veita lotningu: “Þá munuð þér aftur sjá þann
Sálm. 46 : 1-3.
Sálm. 50 : 6.