Page 264 - Deilan mikla (1911)

260
Deilan mikla
mismun, sem er á milli réttláts manns og óguðlegs, á milli þess, sem
Guði þjónar og hins, sem ekki þjónar honum”
Óvinir Guðs lögmáls, alt frá prestinum og niður til hins minsta
meðal þeirra, hafa nýja hugmynd um sannleika og skyldurækni.
Of seint sjá þeir það nú að hvíldardagur-inn í fjórða boðorðinu er
innsigli hins lifanda Guðs. Of seint sjá þeir nú hið rétta eðli þess
ranga helgihalds, sem þeir hafa haldið og þann sendna grundvöll,
sem þeir hafa bygt á. Þeir sannfærast um að þeir hafa verið að berjast
gegn sjálfum Guði. Trúfræðiskennarar hafa leitt sálir manna í glötun,
þegar þeir þóttust vera að vísa þeim leið að hliðum paradísar. Það
verður ekki fyr en á degi hins síðasta dóms, sem menn fá að vita
hversu mikil er sú ábyrgð, sem hvílir á mönnum í helgum embættum
og hversu skelfilegar eru afleiðingarnar af því ef þeir van-rækja
skyldu sína. Það er ekki fyr en í eilífðinni, sem vér getum reiknað
tapið við glötun einnar einustu sálar. Skelfilegur verður dómur þess
er Guð segir við: Far frá mér, þú illi þjónn.
Rödd Guðs heyrist frá himnum ofan og boðar daginn og stundina
þegar Kristur komi með hinn eilífa sáttmála við fólk sitt. Eins og
fleygur sterkustu þrumu berast orð hans um gjörvalla jörð. Lýður
Drottins stendur hlust-andi og horfir til himins. Andlit þeirra ljóma
af dýrð hans og skína eins og andlit Mósesar forðum, þegar hann
kom ofan af Sínaí fjalli. Hinir illu geta ekki litið á hann; og þegar
blessun er lýst yfir þeim, sem hafa tignað Guð með því að halda
[344]
helgan hvíldardag hans, þá heyrist hávært siguróp.
Þegar rödd Guðs frelsar þjóna sína úr myrkvastof-um, vakna
þeir upp við vondan draum, sem öllu hafa tapað í hinni miklu deilu
lífsins. Á meðan náðartíminn stóð yfir voru þeir blindaðir af blekk-
ingum Djöfulsins og þá réttlættu þeir allar syndir sínar. Hinir auðugu
of-metnuðust af yfirburðum sínum yfir þá, sem minna höfðu ; en þeir
höfðu komist yfir eignir sínar með því að fótum-troða lögmál Guðs.
Þeir höfðu vanrækt að seðja hina hungruðu, að klæða hina nöktu, að
auðsýna réttlæti og kærleika. Þeir höfðu reynt að upphefja sjálfa sig
og ná yfirráðum yfir öðrum meðbræðrum sínum. Nú eru þeir sviftir
öllu sem upphóf þá, og eru þeir því allslausir og varnarsnauðir. Þeir
horfa með skelfingu á eyðileggingu alls þess er þeir hafa dýrkað og
tekið fram yfir skapara sinn. Þeir hafa selt sálir sínar fyrir veraldleg
Malakía 3 : 18.