Guðs fólk frelsað
261
auðæfi og annað, en hafa ekki hugsað um að safna sér andlegum
fjársjóðum, sem fyrir Guði gilda. Allur lífstíðargróði þeirra er þeim
tapaður á einu augnabliki. Hinir ríku harma eyðilegging sinna skraut-
legu híbýla og tap gulls síns og silfurs. En harmatölur þeirra þagna
af óttanum fyrir því að þeir tapi einnig sínu eigin lífi með öllu, sem
þeir dýrkuðu og tilbáðu.
Hinir illu iðrast nú gjörða sinna; ekki vegna þess að þeir hafa
vanrækt að fylgja boðum Guðs og skyldunum við meðbræður sína,
heldur vegna þess að Guð hefir orðið yfirsterkari. Þeir harma það að
svona skyldi fara, en þeir iðrast ekki synda sinna. Þeir mundu ekkert
til spara að sigra ef þeir gætu.
Heimurinn sér einmitt þá, sem hæddir hafa verið og óvirtir og
reynt hefir verið að myrða, komast óskaddaða í gegn um drepsóttir,
fellibylji og jarðskjálfta. Sá sem er eyðilegging þeirra, sem fót-
umtroða boðorð hans, er nú orðinn verndari síns fólks.
Presturinn, sem hefir fórnað sannleikanum til þess að öðlast hylli
manna, fær nú augun opin fyrir því hvers kyns kenningar hann hefir
flutt. Það er auðsætt að auga hins alvitra hefir hvílt á honum, þegar
hann stóð í prédik-unarstólnum, þegar hann gekk eftir strætunum og
þegar hanr. átti viðskifti við menn í ýmsum efnum. Hver ein- asta
[345]
tilfinning sálar hans, hver einasta lína, sem hann hefir ritað, hvert
einasta orð er hann mælti, hver einasta athöfn, sem til þess leiddi
að láta menn halda áfram í andvaraleysi, hefir kastað frá sér útsæði,
sem ávöxt hefir borið. Þann ávöxt er hann nú að uppskera; það eru
hinar glötuðu, angistarfullu sálir umhverfis hann.
Drottinn segir: “Þeir hyggjast að lækna áfall þjóð-ar minnar með
hægu móti segjandi: Heill, heill! par sem engin heill er”. “V-egna
þess að þér hrellið hjarta hins ráðvanda með lygum, þar sem eg
vildi þó ekki hafa hrelt hann, og af því að þér styrkið hendur hins
óguðlega, til þess að hann snúi sér ekki frá sinni vondu breytni og
forði lífi sínu”
“
Vei hirðunum sem eyða og tvístra gæzluhjörð minni. .... Sjá,
eg skal vitja vonzku verka yðar á yður”. “Æpið, hirðar, og kvein-
ið og veltið yður í duftinu, þér leiðtogar hjarðarinnar! Því að yðar
tími er kominn að yður verði slátrað og yður tvístrað. Þá er ekk-
Jer. 8 : 11: Esek. 13 : 22.