Page 266 - Deilan mikla (1911)

262
Deilan mikla
ert athvarf lengur fyrir hirðana, og engin undankoma fyrir leiðtoga
hjarðarinnar”
Prestarnir og fólkið sjá það nú að það hefir ekki verið í réttri
afstöðu til Guðs. Það sér nú að það hefir risið upp á móti höfundi
hinna alréttlátu og fullkomnu laga. Það að vanrækja hina guðlegu
fyrirskipun leiddi til alls konar uppsprettu syndasekta, haturs, ófriðar,
sundurlyndis, ranglætis í svo stórum stíl að jörðin var orðin full af
viðurstygð og spillingu. Þetta sjá þeir nú, sem hrundu frá sér sann-
leikanum og kusu villuna í hans stað. Engin orð geta lýst þeirri þrá,
sem hinir óhlýðnu og svikulu kveljast af til þess að öðlast það, sem
þeir hafa glatað um eilífð — það er eilíft líf. Menn, sem heimurinn
hefir tignað og tilbeðið fyrir gáfur þeirra og mælsku, sjá nú þetta
alt eins og það er í raun og sannleika. Þeir skilja það að þeir hafa
fyrirgert rétti sínum með yfir-troðslum, og þeir falla fram fyrir fætur
þeirra, sem þeir hafa fyrirlitið og gjört gys að fyrir trú og staðfestu,
og þeir viðurkenna að Guð hafi elskað þá. “Hávaðinn berst út á enda
jarðar, því að Drottinn þreytir deilu við þjóð-irnar; hann gengur í
dóm við alt hold, hina óguðlegu of- urselur hann sverðinu”
Í sex
[346]
þúsund ár hefir hin mikla deila staðið yfir. Sannur Guð og hans
heilögu sendiboðar hafa átt í deilu við hinn illa, til þess að aðvara,
upplýsa og frelsa börn mannanna. Nú hafa allir valið, hver fyrir
sig. Hinir illu hafa fyrir fult og alt gengið í lið með Djöflinum í
stríð á móti Guði. Tíminn er kominn fyrir Guð að refsa fyrir yfir-
troðslur lögmáls síns. Nú er deilan ekki aðeins við djöfulinn, heldur
einnig við menn-ina. “Drottinn þreytir deilu við þjóðirnar”. “Hina
óguð-legu ofurselur hann sverðinu”.
Merki frelsisins hefir verið sett á enni “þeirra manna, sem and-
varpa og kveina yfir öllum þeim svívirðingum sem framdar eru”.
Nú kemur fram engill dauðans, sem í sýn Esekíels er táknaður
með mönnum með eyðilegg-ingar verkfærin og sem sagt var við:
“—
Höggvið niður; lítið engan vægðarauga og sýnið engva með-
aumkvun; öldungana og æskumenn ; meyjar og börn og konur skuluð
þér brytja niður; en engan mann skuluð þér snerta sem merkið er
á; og takið fyrst til hjá helgidómi mínum”
Og spámaðurinn segir:
Og þeir tóku fyrst til á öldung-um þeim, sem voru fyrir framan
Jer. 23 : 1, 2; 25 : 34, 35.
Jer. 25 : 31.
Esek. 9 : 1-6.