Guðs fólk frelsað
263
musterið”
Eyðilegg-ingar verkið byrjar á þeim, sem hafa þózt vera
andlegir verðir fólksins; hinir fölsku varðmenn eru hinir fyrstu sem
falla. Enginn er sá er vægð sé sýnd né vorkunn. Menn, konur, meyjar
og lítil börn farast upp til hópa. “Því sjá, Drottinn gengur út frá
aðsetursstað sínum, til þess að hegna íbúum jarðarinnar. Jörðin mun
birtast láta blóðið, sem á henni hefir verið úthelt og hún mun ekki
lengur hylja þá, sem á henni hafa myrtir verið”
“
Og þetta mun
verða plágan, sem Drottinn mun láta ganga yfir allar þær þjóðir, sem
fóru herför gegn Jerusalem. Hann mun láta hold þeirra upp þorna
meðan þeir enn standa á fótum, augu þeirra munu hjaðna í augna-
tóttunum og tungan visna í munninum. Á þeim degi mun mikill
felmtur frá Drotni koma yfir þá og þeir munu þrífa hver í höndina á
öðrum og hver höndin vera upp á móti annari”.
Í hinni voðalegu baráttu hinna takmarkalausu fýsna og fyrir hinu
óútmálanlega flóði óblandaðrar reiði Guðs munu hinir spiltu íbúar
[347]
jarðarinnar falla — prestar, stjórnendur og fólkið; ríkir sem fátækir,
æðri sem lægri: “Og þeir sem Drottinn hefir felt munu á þeim degi
liggja dauðir frá einum enda jarðarinnar til annars. Þeir munu eigi
verða harmaðir, eigi safnað saman og eigi jarðaðir”
[348]
Esek. 9 : 1-6.
Jer. 26 : 21.
Sak. 14 : 12, 13.
Jer. 25 : 33.