284
Deilan mikla
vitsmuna. Hann hefir unnið með ákveðnu augnamiði og reglulega
og orðið ótrúlega mikið ágengt; hann hefir þannig komið fjölda
manna til þess að fallast á sitt mál í hinni miklu deilu, sem svo
lengi hefir staðið yfir. Um þúsundir ára hefir þessi samsærisforingi
komist áfram með lýgi fyrir sann-leika, en nú er sá tími kominn
að uppreistin skal verða með öllu bæld niður og saga og einkenni
Djöfulsins kunn-gjörð. í sinni síðustu miklu tilraun til þess að steypa
Kristi af stóli, tortíma fólki hans og taka herskildi hina guðlegu borg,
hefir erkisvikarinn verið gerður uppvís. Þeir sem hafa fylgt honum
sjá nú hversu algjörlega eyði- lagt er málefni hans. Fylgjendur Krists
[369]
og hinir trúföstu englar sjá nú fyllilega og skilja vélar hans, er hann
beitti gegn stjórn Guðs. Hann er nú öllum heimi viðurstygð.
Djöfullinn sér að hin sjálfkrafa uppreist hans hefir gert hann
óhæfan fyrir himnavist; hann hefir æft krafta sína til þess að berjast
gegn Guði; hreinleikur, friðsemi og samræmi himinsins mundu verða
honum til óbærilegr-ar kvalar. Ákærur hans gegn miskunnsemdum
og rétt-læti Guðs hafa nú þagnað. Ákærur þær, sem hann reyndi að
bera fram gegn Jehova hafa nú fallið með öllu á sjálfan hann; og nú
beygir Djöfullinn sig með vanvirðu og játar réttlæti þess dóms er
uppi yfir honum hefir verið kveðinn.
Þrátt fyrir það þótt Djöfullinn hafi verið þvingaður til þess að
viðurkenna réttlæti Guðs og til þess að beygja sig fyrir valdi Krists,
þá breytist ekki eðli hans. Upp-reistarandinn brýst enn fram eins
og sterkur straumur. Hann fyllist ofsa og strengir þess heit að láta
aldrei undan í hinni miklu deilu. Tíminn er kominn til þess að hefja
hina síðustu úrslitaárás á konungdóm Guðs á himnum. Djöfullinn
þeytist mitt inn í fylkingar sínar og reynir að vekja þeim móð með
sínu eigin æði og æsa þær til þess að leggja tafarlaust í orustu. En af
öllum hinum ótölulegu miljónum, sem hann hefir tælt til uppreistar,
finst nú enginn er viðurkenna vilji yfirburði hans. Kraftur hans er að
þrotum kominn. Hinir óguðlegu eru fullir af sams-konar hatri, sem
ræður yfir Djöflinum, en þeir sjá að þeir geta ekki unnið, að þeir geta
ekki staðist á móti Jehóva. Reiði þeirra snýst nú á móti Djöflinum
og þeim sem verið hafa umboðsmenn hans í blekkingunni og með
djöfulæði ráðast þeir allir á hann.
Drottinn segir: “Þá óhelgaði eg þig og rak þig burt af goðafjallinu
og tortímdi þér, þú verndar Kerúb, burt frá hinum glóandi steinum,
....
eg varpaði þér til jarðar, ofurseldi þig konungunum svo að þeir