Deilan enduð
283
Það er nú öllum augljóst að laun syndarinnar er ekki virðingar-
vert sjálfstæði og eilíft líf, heldur þræl-dómur, eyðilegging og dauði.
Hinir óguðlegu sjá nú hverju þeir hafa glatað með uppreistarlíferni
sínu. Hið sæluríka líf og eilíf dýrð var fyrirlitin af þeim þegar hún
stóð þeim til boða; en nú vildu þeir alt gefa til þess að öðlast hana.
“
Alt þetta hefði eg getað öðlast” hrópar hin týnda sál í örvænting
sinni, “en eg kaus það heldur að hafa það sem fjarst mér. Ó hvílík
fávizka! eg hefi skift friði, hamingju og heiðri fyrir vesaldóm, van-
virðu og örvæntingu”. Allir sjá að útilokun þeirra frá himna-ríki er
réttlát. Með lífi sínu hafa þeir sagt: “Vér viljum ekki hafa þennan
Jesús, sem stjórnara vorn”.
Agndofa hafa hinir óguðlegu horft á krýning Guðs sonar. Þeir
sjá töflurnar með árituðu hinu heilaga lög- máli í höndum hans,
[368]
lögmálinu sem þeir hafa fyrirlitið og fótumtroðið. Þeir eru vottar að
hinni miklu undrun og lotningu hinna frelsuðu, og þegar hljómalda
lofdýrðar-innar berst yfir fjöldann fyrir utan borgina, hrópa allir
einum rómi: “Mikil og dásamleg eru verk þín, Drottinn, Guð þú
alvaldi, réttlátir og sannir eru vegir þínir, þú konungur aldanna”
Þeir fleygja sér flötum niður og tilbiðja konung lífsins.
Djöfullinn er sem þrumulostinn, þegar hann sér dýrð og veldi
Krists. Hann sem einu sinni var verndandi Kerúb minnist þess hversu
djúpt hann hefir fallið. Skínandi Seraf, “árborna morgunstjarna”,
hvílík breyting; hvílík smán! Frá ráði því, sem hann einusinni sat
með heiðri er hann nú útilokaður um aldur og æfi. Nú sér hann annan
standa nálægt föðurnum með jafnri dýrð. Hann hefir séð kórónuna
setta á höfuð Kristi af tíguleg-um engli og mikilfenglegum, og hann
veit að hann hefði getað haft hina hátíðlegu stöðu sem þessi engill
nú skipar. Þegar Djöfullinn lítur yfir ríki sitt, ávöxt iðju sinnar, sér
hann aðeins ógæfu og eyðileggingu. Hann hefir talið fjöldanum trú
um það að auðvelt væri að vinna borg Drottins, en hann veit að þetta
er rangt. Aftur og aftur í hinni miklu deilu hefir hann biðið ósigur
og orðið að lúta í lægra haldi með öllu. Hann veit og þekkir kraft og
dýrð hins mikla og eilífa.
Tilgangur hins mikla uppreistarforingja hefir æ og ávalt verið sá
að réttlæta sjálfan sig og sanna það að hin guðlega stjórn væri sek
um uppreistina. Í þessu skyni hefir hann neytt allra krafta sinna og
Opinb. 15 : 3.