Page 289 - Deilan mikla (1911)

Deilan enduð
285
mættu horfa nægju sína á þig .... þú fórst voveiflega og ert eilíflega
horfinn”
Á óguðlega lætur hann rigna glóandi kolum, eldur og brenni-
steinn og brennheitur vindur er þeirra mældi bik-ar”
Eldur fellur
niður frá Guði af himni ofan; jörðin liðast í sundur. Vopnin sem
[370]
í djúpinu leynast koma í ljós; eyðandi eldur blossar út úr hverri
gapandi sprungu. Jafnvel klettarnir sjálfir standa í björtu báli; sá
dagur er kominn þegar alt brennur eins og í glóandi ofni; frum-efnin
bráðna í hinum ákafa hita, sömuleiðis jörðin og öll mannvirki sem á
henni eru munu gjöreyðast í eldi
Yfir-borð jarðarinnar er útlits sem
bráðinn óskapnaður — hún er eins og heljarmikið sjóðandi eldhaf.
Kominn er dagur Drottins og glötunarinnar fyrir hina óguðlegu, “því
að nú er hefndardagur Drottins, endurgjaldsárið, til að reka réttar
Síonar”
Hinn óguðlegi fær endurgjald hér á jörðu
Þeir “munu þá vera
sem hálmleggir og dagurinn sem kemur, mun kveikja í þeim, segir
Drottinn hersveitanna”
Sumir farast á svipstundu, en aðrir kveljast
í marga daga; allir hljóta hegningu “samkvæmt verkum þeirra”.
Syndir hinna réttlátu hafa verið tilreiknaðar Djöflinum og því verður
hann að líða ekki einungis fyrir sína eigin uppreist, heldur einnig
fyrir allar þær syndir, sem hann hefir freistað Guðs barna til að fremja.
Hegning hang verður miklu meiri en þeirra, sem hann afvegaleiddi.
Eftir að allir eru tortímdir, sem hann hafði leitt til yfirtroðslu, mun
hann halda áfram að lifa og líða. Í hinum hreinsandi eldi munu hinir
óguðlegu um síðir eyðileggjast með öllu, svo að ekki mun verða eftir
af þeim “rót né kvistur” — Djöfullinn er rótin, en fylgjendur hans
kvistirnir. Full-komin hegning kemur fram fyrir brot gegn lögmálinu;
kröfur réttlætisins verða uppfyltar og himinn og jörð, sem eru vitni
að þessu lýsa því yfir að Jehóva sé réttlátur.
Eyðileggingarverk Djöfulsins eru um alla æfi enduð. Í sex þúsund
ár hefir hann haft vilja sínum framgengt; hann hefir á þeim tíma fylt
heiminn böli og valdið hrygð í alheiminum. Alt sköpunarverkið
Esek. 28 : 16-19.
Sálm. 11 : 6.
Malakía 4 : 1; 2. Pét. 3 : 10.
Jes. 34 : 8; Orðskv. 11 : 31.
Jes. 34 : 8; Orðskv. 11 : 31.
Malakía 4:1.