286
Deilan mikla
hefir liðið djúpar sorg-ir og sárar þrautir hans vegna. Nú eru þeir
sem Guð hefir skapað um aldur og æfi frelsaðir frá valdi hans og
freistingum: “Öll jörðin nýtur nú hvíldar og friðar, fagn-aðarópin
kveða við”
Og óp fagnaðar og lofsöngs og gleði berast til Guðs
frá öllum hinum löghlýðnu. Það er rödd “sem mikils fjölda og sem
rödd margrá vatna, og sem rödd frá sterkum þrumum. Þær sögðu:
[371]
Hallelúja; því Drottinn Guð hinn alvaldi er konungur orðinn”.
Þótt jörðin sé sveipuð eyðileggjandi eldi, eru hinir réttlátu öruggir
í hinni helgu borg; yfir þeim sem þátt tóku í hinni fyrri upprisu hefir
dauðinn ekkert vald. Þar sem Guð er hinum spiltu eyðileggjandi
eldur er hann fólki sínu bæði sól og verndari
“
Og eg sá nýjan himinn og nýja jörð, því að hinn fyrri himinn og
hin fyrri jörð var horfin”
Eldurinn sem tortímir hinum illu hreinsar
jörðina; öll merki bölvunar-innar eru afmáð.
Eitt er aðeins eftir til endurminningar; frelsari vor mun um alla
eilífð hafa á sér merki krossfestingarinnar; á hans særða höfðu, á
höndum hans og fótum og í síðu hans eru enn leifarnar af grimdar-
verkum þeim er syndin hefir valdið. Þegar spámaðurinn sér Krist í
dýrð sinni. segir hann: “Ljónið birtist eins og sólarljós; geislar stafa
út frá hendi hans, og þar er hjúpurinn um mátt hans”
Hann sem var
máttugur til að frelsa með fórn-færingu endurlausnarinnar, og var
þess vegna einnig máttugur til þess að framfylgja réttlætinu gegn
þeim er fyrirlitu miskunn Guðs, og merki niðurlægingar hans er hans
mesti heiður; um alla eilífð munu sár þau er hann hlaut á krossinum
sjást honum til dýrðar og votta mátt hans.
Jörðin var upphaflega gefin manninum sem kon-ungdæmi hans,
en hún var af manninum svikin í hendur Djöfulsins og hinn voldugi
óvinur hélt henni um langan tíma, en nú hefir hún unnist aftur, fyrir
áhrif endurlausn-arverksins. Alt sem fyrir syndina glataðist hefir
nú fengist aftur: “Því að svo segir Drottinn, .... sá er jörðina hefir
myndað og hana tilbúið, hann hefir grund-vallað hana; hann hefir
eigi skapað hana til þess, að hún væri auð, heldur myndað hana
svo, að hún væri byggi-leg”
Hinum upphaflega tilgangi Guðs með
Jes. 14 : 7.
Opinb. 20 : 6: Sálm. 84 : 11.
Opinb. 21 : 1.
Habakúk 3 : 4.
Jes. 45 : 18.