Page 291 - Deilan mikla (1911)

Deilan enduð
287
sköpun jarð-arinnar er fullnægt með því að hún hefir nú verið gerð að
eilífum bústað hinna endurleystu: “Hinir réttlátu fá landið til eignar
og búa í því um aldur”
Í biblíunni er arfleifð hinna frelsuðu nefnd ættjörð
þar leiðir
[372]
hinn himneski hirðir hjarðir sínar að lindum lif-andi vatns; tré lífsins
ber ávöxt á hverjum mánuði og blöð trésins eru fólkinu til lækninga.
Þar eru sírennandi lækir, tærir sem krystallar og meðfram þeim kasta
svignandi tré svalandi skuggum á vegina, sem Drottinn hefir búið
fólki sínu. Þar renna hinar víðáttumiklu sléttur saman við dali hinnar
dýrðlegustu fegurðar, og fjöll Guðs teygja upp hina háu tinda. Á
þessum friðsælu sléttum, meðfram þessum lifandi lindum mun fólk
Guðs, sem svo lengi hefir hrakist um eyðimerkur, finna hugljúft
heimkynni.
Þá skal þjóð mín búa í heimkynni friðarins, í híbýl-um örugg-
leikans og í rósömum bústöðum”. “Eigi skal framar heyrast getið um
ofríki í landi þínu, né um tjón og tortíming innan landamerkja þinna;
þú skalt kalla hjálpræði múra þína og sigurfrægð hlið þín”. “Og þeir
munu reisa hús og búa í þeim, og þeir munu planta vín-garða og eta
ávöxtu þeirra. Eigi munu þeir reisa og aðrir í búa, eigi munu þeir
planta og aðrir eta; . . . . mínir útvöldu skulu sjálfir njóta handaverka
sinna”
Eyðimörkin og hið þurra land skal gleðjast; öræfin skulu fagna og
blómgast sem lilja”. “Þar sem áður voru þyrnirunnar mun kýpresvið-
ur vaxa, og þar sem áður var lyng mun mýrtusviður vaxa”. “Þá mun
úlfaldinn búa hjá lambinu og pardusdýrið liggia hjá kiðlingnum ....
og smásveinn gæta þeirra”. “Hvergi á mínu heilaga fjalli munu menn
ilt fremja eða skaða gjöra”
segir Drottinn.
Sársauki getur ekki átt sér stað á himnum. Þá verða engin tár til
framar, engar jarðarfarir, engin saknaðar-merki: “Og dauðinn mun
ekki framar til vera, hvorki harmur né vein, né kvöl er framar til;
hið fyrra er farið”
Og enginn borgarbúi mun segja: Eg er sjúkur.
Fólkið, sem þar býr, hefir fengið fyrirgefning misgjörða sinna”
Sálm. 37 : 29.
Heb. 11 : 16.
Jes. 32 : 18; 60 : 18; 65 : 21, 22.
Jes. 35 : 1; 55 : 13; 11 : 6, 9.
Opinb. 21 : 4.
Jes. 33 : 24