288
Deilan mikla
í Guðs heilögu borg mun “ekki framar til vera” nótt. Enginn mun
þarfnast þar hvíldar. Þar mun enginn þreyt-ast að gjöra vilja Guðs
og lofa nafn hans. Vér munum ávalt finna til lífskrafta morgunsins
og um aldur og æfi munum vér verða langt frá takmörkum hans.
“
Og nótt mun ekki framar til vera og þeir þurfa ekki lampaljós né
[373]
[374]
[375]
sólarljós, því að Drottinn Guð skín á þá”
Í staðinn fyrir sólarljósið
mun þar verða geislaskin, sem ekki blindar augun, en tekur samt
óendanlega mikið fram þeirri birtu, sem vér þekkjum um hádegi.
Dýrð Guðs og lambsins mun uppljóma hina helgu borg með ljósi
eilífrar birtu. Hinir endurleystu munu ganga í sóllausri dýrð eilífs
dags.
“
Og musteri sá eg ekki á himni, því að Drottinn Guð hinn alvaldi,
er musteri hennar og lambið”
Fólki Guðs er leyft að umgangast
föðurinn og soninn. “Því að nú sjáum vér eins og í skugga í óljósri
mynd”
Vér sjáum mynd Guðs eins og endurspeglaða í verkum
náttúrunnar og í breytni hans við mennina; en þá munum vér sjá
hann augliti til auglitis, án þess að nokkur móðublæja sé á milli hans
og vor. Vér munum standa frammi fyrir honum og sjá dýrðar ásjónu
hans.
Þar munu hinir endurleystu “þekkja, eins og þeir sjálfir eru þekt-
ir”. Kærleikur sá og hluttekning sú, sem Guð hefir gróðursett í sálum
mannanna mun þar sýna hina sönnustu og trúustu framkvæmd. Hin
hreina sam-búð við heilagar verur; hið samræmisfulla líf með hinum
blessuðu englum og hinum trúföstu frá öllum öldum, sem þvegið
bafa skikkjur sínar og hvítfágað þær í blóði lambsins; hin helgu
bönd er samtengja við þann er “hvert faðerni fær nafn af á himni og
jörðu”
—
alt þetta hjálp-ar til þess að skapa hina fullkomnu sælu
þeirra sem frels-aðir eru.
Þar munu hinir ódauðlegu dást að hinu síbjarta ljósi, hinum eilífa
sköpunarkrafti, og leyndardómi hins endur-leysandi kærleika. Þar
verður enginn grimmur, blekkj-andi óvinur, sem freisti til þess að
vér gleymum Guði. Þar verða öll skynjunarfæri vor fullkomnuð; allir
hæfi-leikar þroskaðir. Baráttan til þess að afla sér þekkingar mun þar
ekki þreyta hugi vora né eyða kröftum vorum.
Opinb. 22 : 5.
Opinb. 21 : 22.
1.
Kor. 13 : 12.
Efesus 3 : 15.