Page 293 - Deilan mikla (1911)

Deilan enduð
289
Og samt munu ár eilífðarinnar eftir því sem þau líða leiða í
ljós enn þá dýrðlegri opinberun um Guð og Krist. Eftir því sem
þekkingunni fer fram, eftir því þroskast og fullkomnast kærleikurinn,
lotningin og hamingjan. Því meira sem menn læra um Guð, því
meiri verður að-dáun þeirra fyrir eðli hans. Eftir því sem Jesús
sýnir þeim glöggar þýðingu endurlausnarinnar og hinn aðdáan-lega
[376]
vinning í deilunni miklu við Djöfulinn, eftir því verða hjörtu hinna
frelsuðu snortnari af heitri kærleikstilfinn-ingu og eftir því leika þeir
með meiri og dýpri lotningu á hina gullnu hörpu; og tíu þúsundir
tíu þúsunda og þús-undir þúsunda sameina raddir sínar til þess að
lofsyngja hinum almáttuga. “Og sérhver skepna sem er í himn-inum
og á jörðinni og undir jörðinni og í hafinu, og alt sem í þeim er, heyrði
eg segja: Honum, sem í hásætinu situr, og lambinu sé lofgjörðin og
heiðurinn og dýrðin og krafturinn um aldir alda”
Hin mikla deila en enduð. Synd og syndarar eru ekki lengur til,
allur alheimurinn er hreinn orðinn; einn sameiginlegur hjartasláttur
bærir alla tilveruna. Frá honum sem alt skapaði streymir líf og ljós
og gleði alt í gegn um hið takmarkalausa rúm. Frá hinu minsta
ódeili til hins stærsta hnattar lýsir alt því yfir, dautt og lif-andi í sinni
skuggalausu fegurð og fullkomnu gleði, að Guð sé kærleikur.
Opinb. 5:13.