Page 135 - Deilan mikla (1911)

Whitefield og Wesleybræður
131
eg er til þess kominn að lýsa því yfir hversu áríðandi séu allir partar
þess-ara laga, öll boðorðin; eg er kominn til þess að sýna hæð og
dýpt og hinn óskiljanlega hreinleika og guðdómleika laganna í öllum
atriðum”.
Wesley lýsti því yfir að fullkomið samræmi væri milli lögmálsins
og fagnaðarerindisins. “Það er þess vegna hið nánasta samband sem
hugsast getur milli lögmálsins og guðspjallanna. Annars vegar dregur
lögmálið sig stöð-ugt í hlé og bendir oss til fagnaðarerindisins, hins
vegar leiða guðspjöllin oss til nákvæmari uppfyllingar lögmáls-ins.
Lögmálið skipar oss t. d. að elska Guð, að elska náunga vorn, að vera
auðmjúkir, lítillátir, eða heilagir. Vér finn-um til þess að vér getum
ekki uppfylt þessi boðorð, meira að segja ‘að fyrir oss mennina séu
þessi boðorð ómögu-leg’, en vér sjáum hvar Guð lofar að veita oss
þessa élsku og gera oss auðmjúka, lítilláta og heilaga; vér meðtökum
þessi guðspjöll, þennan gleðiboðskap; vér njótum þeirra samkvæmt
trú vorri, og ‘réttlæti lögmálsins uppfyllist á oss’ fyrir trú sem vér
höfum á Jesú Kristi”. ....
Meðal allra verstu óvina náðarboðskaparins”, sagði Wesley,
eru þeir sem opinberlega og greinilega dæma lögmálið sjálft og
tala illa um það’; þeir sem kenna mönnum að brjóta (að leysa
[179]
upp, að losa) skuldbindinguna ekki að eins undan einu boðorðinu,
hvort sem það er það mesta eða minsta, heldur öllum boðorðunum
í einu. Það undrunarverðasta af öllu í sambandi við þessa blekk-
ingu, er það að þeir sem yfirgefið hafa lögmálið trúa því í raun og
sannleika að þeir heiðri Krist með því að varpa fyrir borð hans eigin
lögmáli, og að þeir séu að víðfrægja köllun hans á sama tíma sem
þeir eyðileggja kenningar hans. Þessir menn heiðra hann á sama
hátt og Júdas gerði þegar hann sagði: ‘Heill sért þú, meistari, og
kysti hann’. Og Kristur getur alveg með sama rétti sagt við sérhvern
þeirra: ‘Svíkur þú mannsins son með kossi?’ pað er ekkert annað en
að svíkja hann með kossi að tala um blóð hans, en taka burtu kórónu
hans; að ganga fram hjá nokkrum hluta af lögmáli hans, undir því
yfirskyni að með því séu boðuð guðspjöll hans. Enginn getur heldur
komist undan þessari kæru, sem prédikar trú á nokk-urn þann hátt,
sem beinlínis eða óbeinlínis styður að því að vanrækja nokkra grein
Wesley works, 25. ræða.