132
Deilan mikla
hlýðninnar; sem prédikar Krist á þann hátt að hann rýrir gildi eða
veikir á nokkurn hátt hið allra minsta boðorðanna”.
Sumir voru þeir sem héldu því fram að prédikun fagnaðarboð-
skaparins uppfylti alt lögmálið; þeim svaraði Wesley þannig: “Vér
neitum þessu með öllu. Það full-komnar ekki hið allra fyrsta atriði
lögmálsins, sem sé það að sannfæra menn um syndina, að vekja
þá til meðvitund-ar, sem sofa á barmi glötunarinnar. Postulinn Páll
segir: “Fyrir lögmálið fæst þekking syndarinnar”. Og það er ekki
fyr en maðurinn er orðinn sannfærður um synd sína, að hann finnur
innilega til þeirrar þarfar að leita fyrir-gefningar fyrir endurleysandi
blóð Jesú Krists.... “Heil-ir þurfa ekki læknis við”, segir postulinn
sjálfur, “heldur hinir sem vanheilir eru”. Það er þess vegna heimsku-
legt að bjóða þeim lækni sem heilir eru, eða sem að minsta kosti
ímynda sér að þeir séu heilir. Fyrst verður að sannfæra þá um það
að þeir séu veikir, annars þakka þeir ekki fyrirhöfnina. Það er jafn
heimskulegt að bjóða þeim Krist sem eiga heilt hjarta, sem aldrei
hefir enn orðið sundurkramið”.
Þannig reyndi Wesley eins og meistari hans, að “mikla lögmálið
[180]
og heiðra það”, jafnframt því sem hann prédikaði náðarboðskapinn.
Trúlega leysti hann það verk af hendi sem Guð hafði fengið honum,
og dýrðlegir voru þeir ávextir, sem honum auðnaðist að sjá. Þegar
hann leit yfir sinn liðna, langa æfi dag, eftir hálfrar aldar trú-boðsstarf,
voru einlægir fylgjendur hans fleiri en hálf miljón manna. En fjöldi sá
er fyrir áhrif starfs hans hafði hafist upp frá glötun og niðurlægingu
syndarinnar, til hærra og hreinna líferins; og tala þeirra, sem fyrir
prédikanir hans höfðu fengið dýpri og dýrðlegri reynslu, verður
aldrei opinber mönnum fyr en alt Guðs fólk safnast saman frelsað
og endurleyst í ríki Drottins. Líf hans er fyrirmynd, sem meira er
virði hverjum kristnum manni en metið verði. ó, að hans mikla trú,
og lítillæti; hans óþreytandi áhugi og sjálfsafneitun; hin mikla undir-
gefni þessa staðfasta þjóns frelsarans mætti endurspegl-ast í kirkju
vorra daga!
[181]
Wesley works, 25. ræða.
Wesley works, 3 5. ræða.