Page 137 - Deilan mikla (1911)

Fyrirboðar morgunsins
Einn hinn dýrðlegasti og jafnframt helgasti sann-leikur sem birt-
ist í biblíunni, er endurkoma Krists, til þess að fullkomna endur-
lausnarverkið. Pílagrímum Drottins, sem svo lengi hafa dvalið “í
landi skugga og dauð-ans” er gefin dýrmæt von og óviðjafnanleg
gleði í því hughreystandi fyrirheiti að hann “sem er upprisan og
lífið” birtist hér aftur á jörðinni til þess að “safna saman sínum tvístr-
uðu”. Kenningin um endurkomu Krists er sjálfur hornsteinninn undir
kenningum hinnar heilögu ritningar. Frá þeim degi þegar vorir fyrstu
foreldrar sneru með hrygð í huga frá Eden, hafa börn trúarinnar biðið
eftir komu hins fyrirheitna til þess að brjóta veldi óvinarins og leiða
þau aftur til hinnar töpuðu paradísar. Helgir menn í fornöld sáu í
huga sér komu Messíasar í allri sinni dýrð, og var það uppfylling
allra þeirra vona. Enok, sem var að eins sjöundi liður frá þeim sem í
Eden dvöldu; Enok sem lifði hér á jörð í guðsótta þrjár aldir, honum
var veitt sú náð að sjá álengdar komu frelsarans. “Sjá”, sagði hann,
Drottinn kemur með sínum heilögu þúsundum, til að halda dóm
yfir öllum, og til að sanna alla óguðlega menn seka í öllum þeim
óguðlegu verkum, sem þeir hafa óguðlega drýgt, og í öllum þeim
hörðu orð-um, sem hinir óguðlegu syndarar hafa talað gegn honum”.
Öldungurinn Job sagði á hinum döpru dögum neyðarinnar, með
fullu trúnaðar trausti: “Eg veit að lausnari minn lifir og að hann mun
síðastur ganga fram á foldu. Og eftir að þessi húð mín er sundur
tætt og alt hold er af mér, mun eg líta Guð. Eg mun líta hann mér
[182]
til góðs; já, augu mín munu sjá hann, og það eigi sem andstæðing,
hjartað brennur af þrá í brjósti mér”.
Þegar frelsarinn ætlaði að fara frá lærisveinum sín-um, hug-
hreysti hann þá í sorgum þeirra með þeirri full-vissu að hann mundi
koma til þeirra aftur. “Hjarta yðar skelfist ekki; trúið á Guð og trúið
á mig. Í húsi föður míns eru mörg híbýli; væri ekki svo, hefði eg
sagt yður það. Því eg fer burt að búa yður stað; og þegar eg er farinn
Júdas 14: 15.
Job. 19: 25-27.
133