134
Deilan mikla
burt, og hefi búið yður stað, kem eg aftur og mun taka yður til sjálfs
mín, til þess að þér séuð og þar sem eg er”.
“
En er mannsins sonur
kemur í dýrð sinni og allir englar með honum, þá mun hann sitja í há-
sæti dýrð-ar sinnar, og allar þjóðir munu safnast saman frammi fyrir
honum, og hann mun skilja þá hverja frá öðrum, eins og hirðirinn
skilur sauðina frá höfrunum”.
Englarnir sem dvöldu eftir að Kristur var uppnum-inn endurtóku
loforðin við postulana um endurkomu hans. “Þessi Jesús, sem var
upp numinn frá yður til himins, mun koma á sama hátt og þér sáuð
hann fara til himins”.
Og postulinn Páll talar, fyrir munn heilags
anda, á þessa leið: “Því að sjálfur Drottinn mun með kalli, með
höfuð-engils raustu og með básúnu Guðs, stíga niður af himni”.
Og
spámaðurinn á eyjunni Patmos segir: “Sjá, hann kemur í skýjunum,
og hvert auga mun sjá hann”.
Um endurkomu hans snýst öll sú dýrð, sem hefir fyrir aðalefni
uppfylling alls þess, “sem Guð hefir talað fyrir munn sinna heilögu
spámanna frá upphafi”.
Þá mun og hin langvarandi stjórn hins illa,
“
konungdómur þessa heims”, breytast í konungsríki “Drottins vors
og hans smurða, og hann mun ríkja um aldir alda”.
Koma Krists hefir á öllum öldum verið einka von allra trúrra
fylgjenda hans. Fyrirheit frelsarans þegar hann varð upp numinn,
um það að hann mundi koma aftur, birti upp framtíðina fyrir augum
lærisveina hans og fylti hjörtu þeirra með gleði og von, svo sterkri að
hvorki sorgir né reynsla gátu bugað né yfirunnið. Mitt í þraut-um og
ofsóknum var “hin blessaða von” um endurkomu hins mikla Guðs
og frelsara vors Jesú Krists þeim alt í öllu.
[183]
Á hinni hrjóstrugu eyju heyrði sá lærisveinninn sem Jesús elskaði
loforðið: “Já, eg kem skjótt”, og með heil-agri þrá svarar hann með
þeirri bæn kirkjunnar, sem hún hefir haft á öllum pílagrímsöldum
sínum: “Kom þú, Drottinn Jesú!
Jóh. 14: 1-3.
Matt. 25: 31, 32.
Postulas. 1: 11.
1.
Þess. 4: 16.
Opinb. 1: 7.
Postulas. 3: 21.
Opinb. 11: 15.
Opinb. 22: 20.