Fyrirboðar morgunsins
135
Frá fangelsunum, bálköstunum og gálgunum, þar sem heilagir
menn og píslarvottar báru vitni sannleikan-um, hljóma í gegn um
aldirnar staðfestingarorð um trú þeirra og von Þeir áttu von á því að
“
Drottinn kæmi frá himnum ofan í skýjunum, íklæddur dýrð föður
síns”, “til þess að gefa hinum réttlátu sitt ríki”. Valdensarn-ir báru
sömu von í brjósti.
Wycliffe horfði með eftir-væntingu til þess tíma
er frelsarinn kæmi aftur og bygði á því von kirkjunnar.
Spámennirnir skýra ekki einungis frá því hvernig og til hvers
Kristur birtist aftur hér á jörðinni, heldur einnig gefa þeir mönnum
bendingar, sem hægt er að fara eftir, til þess að vita hvenær sá tími
nálgast. Jesús segir: “Og tákn munu verða á sólu, tungli og stjörnum”.
“
Sólin mun sortna og tunglið eigi gefa skin sitt; og stjörnurnar
munu hrapa af himni, og kraftarnir, sem eru í himninum, munu bifast.
Og þá munu menn sjá mannsins son kom-andi í skýjum með miklum
mætti og dýrð”.
Höfundur Opinberunarbókarinnar skýrir þannig
frá fyrstu einkenn-um endurkomu Krists: “Og mikill landskjálfti
varð, og sólin varð svört sem hærusekkur, og alt tunglið varð sem
blóð”.
Þessi merki sáust fyrir byrjun nítjándu aldar. Sem uppfylling
þessara spádóma skeði það árið 1755 að ein-hver voðalegasti jarð-
skjálfti varð, sem nokkrar sögur fara af. Þótt þetta sé venjulega
kallaður Lisabon jarðskjálft-inn, þá náði hann samt um mestan hluta
Evrópu, Afríku og Ameríku; hans varð vart á Grænlandi, í Vestur-
heims-eyjunum, á eyjunni Madera, í Noregi, Svíþjóð, Bretlandi og
Írlandi. Hann fór yfir svæði, sem ekki var minna en fjórar miljónir
fermílur. Í Afríku var jarðskjálftinn ná-lega eins ákafur og í Evrópu.
Mikill hluti af Algier eyði-lagðist og skamt frá Marokko sökk með
öllu bær með átta eða tíu þúsund íbúum. Geysi mikil jarðskjálfta
alda fór yfir strendur Spánar og Afríku, svo borgir hrundu og stórtjón
[184]
varð af.
Það var á Spáni og í Portugal, sem eyðileggingin var mest. Í
Cadiz er sagt, að jarðskjálftabylgjan hafi um eitt skeið orðið sextíu
feta há. “Sum af hæstu og stærstu fjöllum í Portugal hristust stöðugt
Taylor: “Rödd kirkjunnar”, bls. 129-132.
Sama bók. bls. 123-134.
Lúk. 21: 25.
Mark. 13: 24-26.
Opinb. 6: 12.