136
Deilan mikla
og ákaft, og var svo að orði kveðið að þau hefðu færst af grunni.
Sum þeirra klofnuðu ofan frá tindum niður að rótum á mjög ein-
kennilegan hátt, og féllu stór stykki þeirra niður í dal-ina. Eldar
loguðu upp úr þessum fjallasprungum”.
Í Lisabon “heyrðist þrumuhljóð niðri í jörðinni, og að augnabliki
liðnu kom svo snarpur kippur að mikill hluti borgarinnar hrundi. Hér
um bil á sex mínútum fórust um sex þúsund manns. Sjórinn þornaði
fyrst og varð þurt land langt út frá strönd. Því næst valt hafald-an
að landi, fimmtíu feta há eða meira, fram yfir það sem venjulegt
var”. “Meðal annars einkennilegs, sem fyrir kom í Lissabon meðan á
þessum ósköpum stóð, má telja eyðileggingu hinnar nýju skipakvíar,
sem var öll bygð úr marmara og kostaði ógrynni fjár. Þar hafði fjöldi
fólks safnast saman til þess að forða sér, því þar var öllu álitið óhætt;
en alt í einu sökk skipakvíin með öllu saman og aldrei skaut upp
einu einasta líki af þeim sem þar fórust”.
Jarðskjálftakippnum fylgdi það að á augabragði hrundi hver
einasta kirkja og klaustur; svo að segja allar opinberar byggingar,
og meira en einn fjórði partur af öllum húsum. Hér um bil tveimur
klukkustundum eftir kippinn kom upp eldur víðsvegar í borginni og
geysaði með svo miklu afli í heila þrjá sólarhringa að borgin var með
öllu gjöreydd. Jarðskjálftinn kom á helgidegi, þeg-ar allar kirkjur og
klaustur voru full af fólki og komst örfátt undan.
“
Skelfing fólksins
var meiri en svo að með orðum verði lýst. Enginn grét; þetta var
þyngra böl en svo að tárum tæki. Fólkið streymdi hlaupandi í allar
áttir ur öllum áttum, frávita af skelfing og undrun, berj-andi sér á
brjóst og andlit og hrópandi hástöfum: ‘Ógn og skelfing, heimurinn
er að forganga!’ Mæður gleymdu börnum sínum og hlupu um strætin
með róðukrossa í fanginu. Til allrar ógæfu hlupu margir í kirkjurnar
[185]
[186]
[187]
sér til varnar, en kveldmáltíðarnautn var til einskis; árang-urslaust
héldu menn dauðahaldi um ölturu kirknanna; líkneski, prestar og
fólk grófst lifandi í sameiginlegri skelfingagröf”. Það hefir verið
áætlað að um níutíu þús-und manna hafi mist lífið þar á einum degi.
Tuttugu og fimm árum síðar birtist annað táknið, sem talað er
um í opinberunarbókinni; það voru myrkvar á sól og tungli. Það sem
gerði þetta merkilegra var það að nákvæmlega hafði verið frá sagt
Lyell, Sir Charles, “Principles of Geology”, bls. 495 (gefin út í N. Y. 1858).
Lyell, Sir Charles, “Principles of Geology”, bls. 495 (gefin út í N. Y. 1858).
Encvclopædia Americana, grein um Lisabon, athugasemd (gefin út 1831).