Page 141 - Deilan mikla (1911)

Fyrirboðar morgunsins
137
um það hvenær þessi spádómur yrði uppfyltur. Þegar frelsarinn talaði
við lærisveina sína á Olíufjallinu, eftir að hann hafði skýrt fyrir þeim
hina löngu reynslutíð kirkjunnar, — hin 1260 ár páfaofsóknanna,
sem hann hafði lofað að skyldu verða stytt, — mintist hann þannig
á ýms atriði um komu sína og ákvað tímann þegar fyrstu merki
um endurkomu sína mundu birtast. “En á þeim dögum, eftir þessa
þrenging, mun sólin sortna og tunglið eigi gefa skin sitt”
Hinir
1260
dagar eða ár enduðu árið 1798; þá hafði páfaofsókn-in endað
fyrir fjórðungi aldar; eftir páfaofsóknirnar átti sólin að formyrkvast,
samkvæmt orðum Krists sjálfs.
19.
maí 1780 er í sögunni nefndur “hinn myrkvi dag-ur”. Síðan
á dögum Móses hefir aldrei komið dagur, sem einkent hefir lengra,
svartara og yfirgripsmeira myrkur en þá. Lýsing þess atburðar af
vörum þeirra manna, sem sjálfir voru vitni að, er ekkert annað en blátt
áfram berg-mál af orðum Drottins, sem spámaðurinn Jóel skrifar
um, tuttugu og fimm hundruð árum áður en þeir spádómar komu
fram: “Sólin mun breytast í myrkur og tunglið í blóð, áður en hinn
mikli og hræðilegi dagur Drottins kem-ur”
Maður sem heima átti í Massachusettes og sjálfur var vitni að
þessu, lýsir því á þessa leið: “Um morguninn reis sólin upp björt
og skær, en bráðlega formyrkvaðist hún. Skýin virtust síga niður og
voru þau biksvört og leyndardómsfull; eldingar leiftruðu og þrumur
drundu og örlítið regn féll. Um klukkan níu þyntust skýin og urðu
koparlit og alt breyttist að útliti; menn, skepnur, jörð-in, klettar, tré,
byggingar, vötn og alt varð einkenni-legt og ólýsanlegt af ljósblæ,
sem var eins og glampi frá öðrum heimi. Fáum mínútum seinna
[188]
breiddist þykt og biksvart ský yfir allan himininn, nema örmjóa rönd
rétt við sjóndeildarhringinn og varð þá álíka dimt og venju-lega er
klukkan níu að sumarkveldi
Ótti, skelfing og áhyggjur fyltu smámsaman hugi manna. Konur
stóðu í húsdyrum og horfðu sorgbitnar út í bláinn; menn komu
heim frá vinnu sinni úti á landinu; trésmiðir skildu eftir verkfæri
sín og járnsmiðir sömuleið-is og kaupmaðurinn yfirgaf búð sína.
Skólum var lokað og börnin hlupu heim til sín óttaslegin. Ferðamenn
beiddust gistingar þar sem þeir komust til næstu húsa: ‘Hvað er á
Mark. 13 : 24.
Jóel 2 : 31.