Page 142 - Deilan mikla (1911)

138
Deilan mikla
ferðinni?’ spurðu menn hverir aðra áhyggjufullir. Það var eins og
fellibylur væri á ferðinni, sem ef til vill myndi gjöreyða landið; eða
að kominn væri dómsdagur, þegar allir og alt ætti að mæta frammi
fyrir dómstóli hins alvalda.”
Fólkið kveikti á kertum og arineldar loguðu eins bjartir og
þeir gerðu á tunglsljósslausum kveldum um haust. ... Fuglarnir
flýðu inn í skýli sín, og sofnuðu; nautgripirnir hlupu í hópum í öll
skjól og hömuðu; frosk-ar sungu einkennilega; fuglarnir hljómuðu
kveldsöngva sína og leðurblökur flögruðu um. En fólkið vissi að
ekki var komið kveld í venjulegum skilningi”
Eftir þetta niðamyrkur, á að gizka einni eða tveimur klukkustund-
um fyrir kveldtíma, rofaði til og sást til him-ins. Sá þá til sólar, þótt
sólin væri í nokkurs konar móðu. “Eftir sólarlag breiddust skýin
yfir aftur, eins svört og ægileg og fyr; varð það svo að segja í einni
svipan”. “Ekki var myrkur næturinnar síður skelfilegt en verið hafði
að deginum. Þrátt fyrir það þótt tunglið væri svo að segja í fyllingu,
var ómögulegt að sjá skil á neinu nema með ljósi. Þegar ljósin sáust
í fjarlægð, var eins og þau væru litlir, glóandi hnettir, í svo þykku
myrkri að geislarnir gætu tæpast þrengst í gegn um það”
Maður sem var sjónarvottur að þessu lýsir því þann-ig: “Eg gat
ekki varist þeirri hugsun um tíma, að þó alt það sem ljós gaf frá
sér í alheiminum hefði verið vafið í blæjur, sem enginn geisli hefði
komist í gegn um, þá hefði ekki getað verið niðdimmara en var”
[189]
pótt tunglið sæist fullkomlega um klukkan níu um kveldið, “þá hafði
þao alls engin áhrif til þess að dreifa hinum dauðadimmu skugg-um”.
Eftir miðnætti létti myrkrinu, og þegar tunglið sást þá fyrst, var það
eins og blóðhnöttur.
Kristur hafði boðið fólki sínu að taka eftir merkjum endurkomu
sinnar og gleðjast þegar það sæi tákn komu konungs síns: “Þegar
þetta byrjar að koma fram”, sagði hann, “þá lítið upp og hefjið upp
höfuð yðar, því að lausn yðar er í nánd”. Hann bentí fylgjendum
sínum á trén með útsprungnum frjóknöppum að vori til og sagði:
pegar þau fara að skjóta frjóöngum, þá sjáið þér og vitið af sjálfum
Thomas, “Massachusetts Spy” eða “American Oracle of Liberty” , 10. bindi, nr.
472. (25.
mat 1780).
The Essex Antiquarian”, Salem, Mass., í april 1899, (3. bindi).
Bréf frá Dr. Samuel Tenny frá Exeter, N. H., í des. 1875 (í “Massachusettes Historical
Society Collections”, 1792, 1. Ílokki, 1. bindi, bls. 97).