Page 143 - Deilan mikla (1911)

Fyrirboðar morgunsins
139
yður, að sumarið er í nánd. Þannig skul-uð þér og vita, að þá er þér
sjáið þetta fram koma, er guðsríki í nánd”
Til þess að búa menn undir það að mæta fyrir augliti Drottins,
varð að koma til leiðar miklu siðabótaverki. Guð sá það að margir af
þeim er þóttust trúa á hann, voru ekki að búa sig undir eilífðina; og
af náð sinni ætlaði hann að senda aðvörun til þeirra að vekja þá upp
af svefni andvaraleysisins og leiða þá til þess að búa sig undir komu
frelsarans.
Þessi aðvörun kemur í ljós í Opinberunarbókinni í fjórtánda
kapítula. Þar er kunngjörður þrefaldur boðskapur, eins og hann væri
fluttur af himneskum verum og mannsins sonur birtist jafnskjótt á
eftir, til þess að “bera út sigð sína og skera þrúgurnar af vínviði
jarðarinnar”. Fyrsti boðskapurinn kunngjörir hinn kom-anda dóm.
Spámaðurinn sá engil fljúgandi um miðhim-ininn, og hélt hann á
eilífum fagnaðarboðskap til að boða þeim sem á jörðinni búa, og
sérhverri þjóð og kynkvísl og tungu og lýð segjandi hárri röddu:
Óttast Guð og gefið honum dýrð, því að kominn er stund dóms hans
og tilbiðjið hann, sem gjört hefir himininn og jörðina og hafið og
uppsprettur vatnanna”
Þessi boðskapur er sagður að vera “eilífur fagnaðar-boðskapur”.
Það að prédika fagnaðarboðskapinn hefir ekki verið falið englum,
heldur hefir mönnum verið trúað fyrir því. Heilögum englum hefir
[190]
verið fengið það hlut-verk að stjórna því starfi; þeir hafa þá köllun að
vinna að því mikla starfi mönnunum til sáluhjálpar; en hinn verulegi
boðskapur fagnaðarerindisins er framkvæmdur af þjónum Krists á
jörðinni.
Það voru ekki hinir lærðu guðfræðingar, sem skildu þennan
sannleika og unnu að því að útbreiða hann. Hefðu þeir verið trúir
varðmenn, árvakrir og bænræknir og leit-ast við að skilja ritningarn-
ar, þá hefðu þeir vitað hvað nóttunni líður. Spádómarnir hefðu þá
opinberað þeim það sem átti að ske. En þetta var ekki starf þeirra
og boðskapurinn var fluttur af þeim mönnum, sem lægra voru settir.
Jesús sagði: “Stutta stund er ljósið enn á meðal yðar; gangið á meðan
þér hafið Ijósið”
peir sem yfirgefa ljósið, sem Drottinn hefir veitt
þeim, eða van-rækja að öðlast það á meðan þeir geta náð í það, eru
Lúk. 21 : 27, 30, 31.
Opinb. 14 : 6, 7.
Jóh. 12 : 35.