Jörðin verður að auðn
275
því yfir að þetta muni vara í þúsund ár. Þegar spámaðurinn hefir
lýst endurkomu Krists og eyði-legging hinna óguðlegu, heldur hann
áfram á þessa leið: “Og eg sá engil stíga niður af himni, og hélt
hann á lykli undirdjúpsins og stórum fjötri í hendi sér. Og hann tók
drekann, hinn gamla höggorm, sem er Djöfull og Satan og batt hann
um þúsund ár. Og hann kastaði honum í undirdjúpið, og læsti og
setti innsigli yfir honum, svo að hann leiddi ekki framar þjóðirnar
afvega, alt til þess er fullnuðust þúsund árin. Eftir það á hann að vera
leystur um stuttan tíma”
Þar sem talað er um að honum var kastað í “undir-djúpið”, þá
þýðir það jörðina, þegar þar er alt í skipuleysi og myrkri. Sést það
greinilega á öðrum stöðum í ritn-ingunni. Þar sem talað er um ásig-
komulag jarðarinnar “í upphafi”, segir biblían að jörðin hafi verið
“
auð og tóm, og myrkur grúfði yfir djúpinu”
Spádómurinn kennir
að þannig verði það aftur, að nokkru leyti að minsta kosti. Þegar
Jeremías spámaður snýr sér að hinum mikla Drottins degi segir hann:
“
Eg leit á jörðina, og sjá: hún var auð og tóm, og upp til himins,
og ljós hans var slokn-að. Eg leit á fjöllin: og sjá þau nötruðu, og
allar hæð-irnar, þær bifuðust. Eg litaðist um, og sjá: þar var eng-
inn maður, og allir fuglar himinsins voru flúnir. Eg litaðist um og
sjá: Aldingarðurinn var orðinn að eyði-mörk og allar borgir hans
gjöreyddar”
Hér á að vera heimkynni Djöfulsins og allra hans ára um þúsund
ár. Þegar hann er bundinn við jörð-ina, hefir hann ekki aðgang að
öðrum heimum, til þess að freista þeirra, sem aldrei hafa fallið og
ónáða þá. Það er í þessum skilningi sem hann er bundinn; enginn
er eftir sem hann geti freistað, né haft vald yfir. Honum er með öllu
[360]
fyrirmunað að halda áfram blekkingum sín-um og eyðileggingum,
sem hann hefir gjört sér að einka-ánægju um ótal aldir.
Þegar spámaðurinn Jesaja lítur í anda til þessa tíma, þegar Djöf-
ullinn verður sigraður, þá segir hann: “Hversu ertu hröpuð af himni,
árborna morgunstjarna! Hversu ert þú að velli lagður, undirokari
þjóðanna! Þú sem sagðir í hjarta þínu: ‘Eg vil upp stíga til himins!
Ofar stjörnum Guðs vil eg reisa veldisstól minn! Eg vil . .. . gjör-
ast líkur hinum hæsta’! Já, til Heljar var þér niður varpað, í neðstu
Opinb. 20 : 1-3.
1.
Móse 1:2.
Jer. 4 : 23-27.