Page 280 - Deilan mikla (1911)

276
Deilan mikla
fylgsni grafarinnar. Þeim, sem sjá þig, verður starsýnt á þig, þeir
virða þig fyrir sér: ‘Er þetta maðurinn, sem skók jörðina og skelfdi
konungs-ríkin, gjörði jarðarkringluna að eyðimörku, eyddi borgir
hennar og gaf eigi bandingjum sínum heimfararleyfi’?”
Í sex þúsund ár hefir uppreistarverk Djöfulsins látið jörðina titra
og skjálfa, gjört jarðarkringluna að eyði-mörk, eytt borgir hennar
og hann “gaf eigi bandingjum sínum heimfararleyfi”. í sex þúsund
ár hefir fólk Guðs verið meðtekið í fangelsum hans, og hann hefði
viljað halda þeim þar sem bandingjum eilíflega; en Kristur hefir
brotið fjötra hans og frelsað bandingjana.
Jafnvel hinir óguðlegu eru nú þannig settir að hinn illi nær ekki
til þeirra, og með hinum föllnu englum er hann nú einn að hugsa um
áhrif þeirrar bölvunar, sem syndin flutti í heiminn: “Allir konungar
þjóðanna liggja virðulega grafnir, hver í sínu húsi (gröfinni) ; en þér
er fleygt út, langt frá gröf þinni, eins og auðvirðilegum kvisti. ... Við
þá, sem stíga niður í steinlagðar grafir, hefir þú eigi samneyti; því að
land þitt hefir þú eytt, myrt þjóð þína”
Um þúsund ár mun Djöfullinn reika fram og aftur um hina auðu
jörð og sjá þar afleiðingarnar af uppreist sinni gegn Guði. Þennan
tíma líður hann afskaplega mik-ið. Síðan hann féll frá Guði, hefir
hann verið svo önnum kafinn að hann hefir aldrei tekið stund til
þess að hugsa. En nú hefir hann verið sviftur krafti sínum, og nú
hugsar hann um það, hvering hann hafi farið að ráði sínu síðan hann
gerði uppreistina gegn hinni himnesku stjórn, og hann hefir einnig
næði til þess að líta fram í tímann með skelfing og ótta fyrir hinni
[361]
ógurlegu framtíð, þegar hann verður að líða fyrir alt það, sem hann
hefir aðhafst og honum verður hegnt fyrir þær syndir, sem hann hefir
komið öðrum til að fremja.
Á hinu þúsund ára tímabili milli hinnar fyrri og hinnar síðari
upprisu, fer fram dómur yfir hinum óguð-legu. Páll postuli bendir
á þennan dóm, sem viðburð er fylgi hinni síðari komu: “Dæmið
því ekki neitt fyrir tím-ann, áður en Drottinn kemur; hann sem og
mun leiða það í ljós, sem í myrkrinu er hulið og opinbera ráð hjartn-
anna”
Daníel segir að þegar “hinn aldraði” kom, hafi “hinir heilögu
Jes. 14 : 12-17.
Jes. 14 : 18-20.
1 .
Kor. 4:5.